fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Hæðst að afnámi „háttvirtra“ þingmanna

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 9. nóvember 2018 15:00

Brynjar Níelsson, Kristinn H. Gunnarsson, Margrét Tryggvadóttir, Björn Leví Gunnarsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptar skoðanir eru um þingsályktunartillögu þess efnis að hætt verði að nota ávörpin háttvirtur og hæstvirtur á Alþingi. Margrét Tryggvadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður og eru þingmennirnir Logi Einarsson, Guðjón S. Brjánsson, Smári McCarthy og Björn Leví Gunnarsson meðflutningsmenn. Líkt og Eyjan greindi frá í gær segir í greinargerðinni að slíkar reglur eigi ekki lengur við í nútímaþjóðfélagi:

„Skoðun flutningsmanna er sú að þau ávarpsorð sem flestir þingmenn hafa notað hingað til eigi ekki við í nútímaþjóðfélagi, séu úrelt og samræmist ekki þeirri lífsskoðun að allar manneskjur verðskuldi virðingu og að samfélag okkar skuli byggt á jafnrétti. Verðskuldi fólk sérstaka virðingu umfram aðra borgara ávinni það sér hana með störfum sínum og breytni en ekki stöðu eða hlutverkum.“

Sjá einnig: Ávörpin háttvirtur og hæstvirtur sögð arfur frá liðinni tíð

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir þingmönnunum tóninn á Facebook og segir: „Talandi um að vera fastur í innantómu þrasi og aukaatriðum. Er ekki nóg að vera skólaus í lörfum masandi einhverja óskiljanlega hluti.“

Björn Leví, þingmaður Pírata, spurði Brynjar hvort hann vissi hvort þetta væri hefð, Brynjar svaraði:

„Mér finnst bara merkilegt að varaþingmaðurinn, Margrét Tryggvadóttir, sem kemur inn á þingið í nokkra daga, skuli ekki hafa meira og merkilegra til málanna að leggja, Björn. Þetta sýnir kannski hvers miklu hnignunarferli stjórnmálin eru. En þið teknókratarnir eru auðvitað ósammála mér.“

Kristinn H. Gunnarsson, sem er nú í Samfylkingunni, tillöguna spor í ranga átt, hann segir á Facebook: „Það er viðleitni til málefnalegrar umræðu að ræðumenn ávarpi hver annan af kurteisi. Að leggja af þá viðleitni bætir ekkert, en ýtir undir það viðhorf að ókurteisi og lítilsvirðing sé í lagi. Spor í ranga átt.“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, hæðist að tillögunni: „Má ekki gera málamiðlun og samþykkja, að þingmenn Samfylkingar og Pírata verði einir um að vera ekki ávarpaðir háttvirtir? Mörgum mun þykja það við hæfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“