fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Skotin flugu í Bítinu – Andrés og Friðjón í ham: Gunnar Smári og Píratar fá á baukinn – „Það er allt hneyksli, klúður og spilling“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannatenglarnir Andrés Jónsson hjá Góðum samskiptum og Friðjón Friðjónsson hjá KOM ræddu um uppgang og stöðu sósíalista á Íslandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Segja má að skotin hafi flogið og voru Andrés og Friðjón í ham. Telja þeir báðir að Gunnar Smári Egilsson sé ótrúverðugur sem leiðtogi sósíalista. „Mér finnst það ómarkvisst hjá honum,“ sagði Andrés um Gunnar Smára. Friðjón skaut inn: „Enda var hann kapítalisti fyrir örfáum árum.“

Varðandi hnignun hefðbundinna flokka og uppgang nýrra flokka segir Andrés: „Það er of seint að segja að fjórflokkurinn sé dauður, hann var spriklandi lifandi eftir síðustu kosningar og ef maður ætti að veðja þá myndi ég halda að Framsóknarflokkurinn verði enn til eftir 50-100 ár.“

Friðjón gefur lítið fyrir að Sósíalistaflokkur Íslands hafi náð inn manni í borgarstjórn, það megi frekar skrifa á sjarma Sönnu Magdalenu Mörtudóttur en flokkinn sjálfan:

„Ég held að árangur Sósíalista skrifist miklu frekar á sjarma Sönnu en stefnumálin og það að fólk væri allt í einu að hneigjast til sósíalisma, held að það liggi beint við. Við erum að sjá þessi and-stjórnmál mjög víða, hvort sem það er Trump, Píratar, Besti flokkurinn, Le Pen í Frakklandi. Fólk er orðið þreytt á almennum stjórnmálum og eftir því sem valdið verður fjær fólkinu, því auðveldara verður að selja þessar hugmyndir.“

Andrés segir að sögulega séð þá sé ekki mikil eining á vinstri vængnum:

„Ysta vinstrið eru mjög harðir við leiðtoga sína, núna er sósíalisti í forsætisráðherrastól landsins og þeim finnst hún ömurleg í hvert sinn sem hún gerir einhverjar málamiðlanir. Þeir eru ekki komnir með völdin þó þeir geri hallarbyltingar í nokkrum verkalýðsfélögum, það þurfti líka að hressa upp á verkalýðshreyfinguna, hún var orðin eins og húsköttur að spá í að ætti að vera pottur við hvern bústað og hversu margar augnaðgerðir ætti að greiða, þannig að maður skilur alveg hvers vegna það var gerð bylting þar. En þeir eru ekki búnir að ná völdum á Íslandi.“

Friðjón sagði þá:

„Það er enginn raunverulegur stuðningur á bak við þetta. Hvað tóku margir þátt í kosningunum í Eflingu? 15%? 10%? Man það ekki. Það voru 17% í VR og þó að Ragnar Þór sé ekki yfirlýstur sósíalisti þá er hann byltingarsinni, síðan þegar við sjáum skoðanakannanir eða þegar þau stíga fram í pólitíkina þá er engin eftirspurn eftir þessu fólki eða þessum málflutningi, það er bara þannig.“

Andrés telur þó að margir séu ánægðir með fólk á borð við Sólveigu Önnu Jónsdóttur í Eflingu og Ragnar Þór Ingólfsson í VR:

„Ég held að margir séu ánægðir að þarna sé komið fólk með sterka rödd, er að hnykla vöðvana í stofnanir sem hafa mikil völd. Fólk sem er á lágum launum og hefur ekki mikla möguleika á að bæta við sig, það er auðvitað ánægt að vera með þá sem hræða þá sem hafa völdin.“

Friðjón sagði að Ragnar Þór væri ekki með mikinn stuðning meðal félagsmanna VR:

„En fólkið í VR er ekkert endilega á lágum launum. Fólkið sem vinnur á skrifstofunni hjá mér er margt í VR, því brá mjög fyrir þremur árum síðan þegar það var boðað verkfall. Það kaus ekki og ætlaði sér alls ekki í verkfall. Þess vegna held ég að Ragnar þori ekki í allsherjarverkfall, því þá tapar hann næstu kosningum,“ sagði Friðjón, hann sagði einnig: „Ég held að ánægjan muni fjara fljótt út ef það verður farið í meiriháttar átök á næsta ári, ég held að fólk vilji bara hafa það gott, getað farið í búðina og lifað eðlilegu lífi. Það eru langfæstir byltingasinnar.“

Barst síðar talið að Pírötum en nokkur ólga hefur verið innan flokksins. Segir Andrés að þingmenn á borð við Helga Hrafn Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir gætu auðveldlega skipt um flokk og setið áfram á þingi ef Píratar fjara út. Andrés segir að það hafi verið gott að fá Pírata inn á sínum tíma til að benda á hluti sem hefðu mátt fara betur en í dag séu þeir alltaf í efsta stigi í umræðunni.

„Það er allt hneyksli, klúður og spilling, eftir ákveðinn tíma fer maður að hugsa hvort þeir séu bara alltaf í þessu hlutverki. Ég myndi segja að þeir hafi skipt máli hingað til en ef þeir vilja vera stjórnmálaflokkur til margra ára þá þurfa þeir að breytast.“

Friðjón segir þá ekki stunda alvöru stjórnmál. „Ef þeir komast til valda í landsmálunum þá munu þeir deyja hratt út. Þeir eru ekki alvöru stjórnmálaflokkur, þeir segja það sjálfir. Þetta er af sama meiði og þeir sem styðja Corbyn í Bretlandi og Bernie Sanders, þetta eru bara einhver umbrot.“ Aðspurður hvort Píratar séu ekki flokkurinn sem geti tekið við völdum og breytt kerfinu sagði Friðjón: „Allir sem fylgjast með stjórnmálum vita að það eru ekki stjórnmálamenn sem stjórna kerfinu.“

Hér má hlusta á umræðurnar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra skólaður til í fræðunum: Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, ekki þingið

Forsætisráðherra skólaður til í fræðunum: Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, ekki þingið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þórhildur Sunna braut siðareglur – Sögð kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess

Þórhildur Sunna braut siðareglur – Sögð kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja eldhúsið hafa gleymst við hönnun Dalskóla – Börnin látin koma með nesti þvert á grunnskólalög

Segja eldhúsið hafa gleymst við hönnun Dalskóla – Börnin látin koma með nesti þvert á grunnskólalög
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 4 dögum
Ríki í ríkinu