fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Eyjan

Séra Gunnar um fóstureyðingar: Ekki sama hvort um mömmu Jóns Forseta eða Adolf Hitlers sé að ræða

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Björnsson,fyrrum prestur, skrifar um fóstureyðingar í Morgunblaðið í dag. Hann segir að í ófullkomnum heimi geti ekki verið neinar fullkomnar lausnir og því sé ekki annað hægt að gera en að syndga hraustlega:

 „…eins og Lúter ráðlagði, sem þýðir (a) að við gerum okkur grein fyrir því, að bæði það að eignast barn og að láta eyða fóstri kann að hafa í för með sér, að afleiðingin verði hörmuleg fyrir hlutaðeigandi, og samt (b) að vera hughraust, vitandi að jafnvel slík stórmerki geta ekki gert okkur viðskila við fyrirgefandi kærleika Guðs.“

„Guð fyrirgefi mér“

Gunnar þakkar fyrir að móðir Jóns Sigurðssonar, frelsishetju Íslands, hafi ákveðið að eiga piltinn á sínum tíma:

„Þannig megum við Íslendingar þakka Guði fyrir það, að maddama Þórdís á Rafnseyri skyldi ekki láta eyða fóstri sínu um jólaleytið 1810.“

Hinsvegar virðist séra Gunnar telja það minni skaða ef móðir Adolfs Hitlers hefði látið verða af þungunarrofi árið 1888, en biður þó guð um fyrirgefningu fyrir þennan þankagang sinn:

„Aftur mundu ýmsir kalla, að það hefði verið bættur skaðinn (Guð fyrirgefi mér), þótt frú Klara (fædd Pölzl) í Braunau am Inn í Austurríki hefði gjört svo haustið 1888.“

Þungunarrof sett í samhengi

Gunnar setur orðið „þungunarrof“ í áhugavert samhengi, en orðinu er ætlað að taka við af „fóstureyðingu“ þar sem það orð hafi neikvæða merkingu:

„Núna er fóstureyðing nefnd þungunarrof, sem er dálítið eins og mannvíg væri kallað ævilyktir.“

Hvað myndi Jesús gera?

Gunnar endar á því sem margir siðapostular segja góða reglu til að skera úr um siðferðisleg ályktamál,það er að spyrja hvað Jesús hefði gert:

„Hann lætur svo ummælt á einum stað, að það séu ekki þau, sem deyða líkamann, en fá ekki deytt sálina – ekki þau, segir hann, sem við ættum að óttast mest, heldur sá, sem getur tortímt bæði líkama og sál; væntanlega á sama hátt og sá heimur, sem barn fæðist í, getur deytt það barn, sem ekki er elskað, barnið, sem ekki var óskað eftir (Matt 10.28).

Samkvæmt nýju frumvarpi um þungunarrof frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, verður mæðrum heimilt að eyða fóstri sínu fram að 23. viku meðgöngu, í stað 16. vikna líkt og núgildandi lög kveða á um, að gefnum vissum forsendum. Hefur frumvarpið vakið mikla umræðu og virðist fólk skiptast í fylkingar vegna málsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur