fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Segir Reykjavíkurborg með „ímyndaða hagsmuni ímyndaðs fólks í huga“ við byggingu íbúða – Dagur svarar fyrir sig

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 16:00

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og formaður framkvæmdastjórnar flokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, segir að íbúðir sem borgarstjórnarmeirihlutinn hafi „hrannað“ upp í miðbænum, gangi ekki út. Kaupendum lúxusíbúða á Tryggvagötu 95 standi nú til boða 95% lán, en ódýrustu íbúðirnar seljast á rúmlega 680 þúsund krónur per fermetra:

„Þetta eru íbúðirnar sem Reykjavík skipulagði fyrir fólkið sem átti að hafa það svo gott í góðærinu, borgin trúði kosningaáróðri Bjarna Ben og félaga. Nú hefur komið í ljós að þetta fólk er ekki til, fólk sem vill og hefur efni á að kauða blokkaríbúðir á uppsprengdu verði.“

Gunnar segir að borgin hefði betur átt að byggja fyrir láglaunafólk og aðra hópa þar sem þörfin væri meiri:

„Því þarf að búa til svona sup prime-lán, húsnæðislán til þeirra sem hafa í raun ekki efni á að kaupa húsnæði, fær lán sem það er ekki borgunarmenn fyrir og sem mun missa húsnæði sitt þegar aðeins hallar í efnahagslífinu og bólan á húsnæðismarkaðnum dregst saman. Reykjavíkurborg hefði verið nær að byggja fyrir fólkið sem var í raunverulegum húsnæðisvanda; láglaunafólk, öryrkja, námsfólk, ungt fólk og aðra hópa. Í stað þess að þróa borgina með ímyndaða hagsmuni ímyndaðs fólks í huga.“

Borgarstjóri svarar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, svarar Gunnari í athugasemdakerfinu á Facebook. Hann segir borgina ekki koma að verðlagningu á íbúðum:

„Merkilega valið dæmi, því þessi lóð var ekki seld til verktaka heldur var hópur fólk sem meðal annars innihélt hönnuði og verkfræðinga hlutskarpast í útboðinu. Hugsun þeirra einsog því var lýst var að byggja þetta og búa þarna sjálf en selja aðrar íbúðir. Borgin kemur vitanlega ekki að verðlagningu þessara íbúða, hvorki til hækkunar eða lækkunar.“

Degi er svarað á þá leið að borgin virðist aldrei koma að uppbyggingu nauðsynlegra innviða, bent sé á hóp sérfræðinga og aldrei borin pólitísk ábyrgð. Þá er spurt hvað borgin geti gert til að tryggja það að ekki sé verið að byggja íbúðir sem almenningur hafi ekki efni á.

Því svarar Dagur:

„Leið okkar í því hefur verið að leggja megináherslu á samvinnu við óhagnaðardrifin byggingafélög (verkalýðshreyfigin, stúdentar, eldri borgarar og búseturéttarfélög). Alls eru þetta yfir 3.000 íbúðir. Hundruðir þeirra munu koma út á markaðinn á hverju ári næstu ár.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“