fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Kirkjuþing samþykkir helgidagafrumvarpið samhljóða – Böll og bingó á næsta leiti

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 15:43

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kirkjuþing tók fyrir drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um helgidagafrið í gær. Frumvarpið var samþykkt samhljóða þó með tillögum um tæknileg útfærsluatriði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni.

„Löggjafarnefnd vill lýsa yfir almennum stuðningi við markmið frumvarpsins. Í frumvarpsdrögum ráðuneytisins er m.a. lagt til að II. kafli núgildandi laga um helgidagafrið verði felldur brott og ákvæðum hans komið fyrir í þjóðkirkjulögum.“

Í nefndaráliti er bent á að þjóðkirkjulögin fjalli einvörðungu um mál sem að hefðbundnum skilningi falla undir ytri mál þjóðkirkjunnar:

„Samkvæmt gildandi þjóðkirkjulögum og mun eldri hefð fer þjóðkirkjan sjálf með innri málefni sín, þar með öll mál sem lúta að guðsþjónustuhaldi. Á því sviði skipa helgidagar þjóðkirkjunnar eðli máls samkvæmt mikilvægan sess. Um innri mál af þessu tagi er fjallað í samþykktum um innri málefni þjóðkirkjunnar sem kirkjuþing samþykkir. Því er eðlilegt að um helgidaga þjóðkirkjunnar sé fjallað í þessum samþykktum, sbr. XV. kafla samþykktanna, en ekki í þjóðkirkjulögunum.“

Sjá einnigSigríður vill leyfa böll og bingó á helgidögum

Raskar stíl laganna

Markmið með síðari kafla frumvarpsins, samkvæmt greinargerð, er einkum að skýra orðalag í 1. mgr. 6. gr. laga um 40 stunda vinnuviku, þ.e. orðalagið: „Frídagar eru helgidagar þjóðkirkjunnar.

Telja má þar upp frídagana á eftirfarandi hátt:

  1. Sunnudagar, annar dagur jóla, nýársdagur, skírdagur, annar dagur páska, uppstigningardagur og annar dagur hvítasunnu.
  2. Föstudagurinn langi, páskadagur og hvítasunnudagur.
  3. Aðfangadagur jóla frá kl. 18:00 og jóladagur.
  4. Sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní og gamlársdagur frá kl. 13.00.

„Ljóst er að ákvæði um helgidaga þjóðkirkjunnar í þjóðkirkjulögum mundi raska „stíl“ þeirra laga,“ segir í nefndarálitinu:

„Það sem er þó verra er að nái sú breyting fram að ganga sem lögð er til í frumvarpinu er raskað þeim hefðbundna skilningi sem ríkt hefur um aðgreiningu innri og ytri mála þjóðkirkjunnar og þar með dregið úr sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Slíkt orkar mjög tvímælis miðað við þá stefnu sem ríkt hefur og talið er að haldið skuli fast við í framtíðinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“