fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Guðlaugur gleymdi að láta Evu Hauks vita: „Ráðuneytið hefur ekki tilkynnt mér um þá afstöðu sína að þessu máli sé lokið“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins lítur svo á að máli Hauks Hilmarssonar sé lokið í bili. Þetta kom fram í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra  í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Haukur Hilmarsson er talinn hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin héraði í Sýrlandi í febrúar síðastliðnum, en ekkert hefur spurst til hans síðan.

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, segir á Facebook í dag að hún hafi frétt af þessum málalokum í fjölmiðlum, ekkert hafi verið haft samband við hana sjálfa:

„Ráðuneytið hefur ekki tilkynnt mér um þá afstöðu sína að þessu máli sé lokið af hálfu ráðuneytisins en ég veit það þá allavega núna. Er ekki dálítið sérstakt að fólk fái upplýsingar um stjórnvaldsákvarðanir á borð við þessa í gegnum fjölmiðla?“

Engar skýringar

Fram kom í máli Guðlaugs Þórs að málið yrði áfram rannsakað sem mannshvarf hjá lögreglunni á Íslandi, en Eva hefur verið afar gagnrýnin í garð stjórnvalda fyrir framgang sinn, eða öllu skort á framgangi, í máli Hauks.

Segist Eva margsinnis hafa bent á leiðir sem ekki hafi verið reyndar:

„Ég hef engar skýringar fengið á því hversvegna ráðuneytið telur sér ekki mögulegt að beita þeim aðferðum. Einu upplýsingarnar sem ég hef fengið um það hversvegna stjórnvöld í Tyrklandi telji Hauk af eru fréttir tyrkneskra fjölmiðla sem fullyrtu að lík Hauks yrði sent heim. Það liggur í augum uppi að ef stjórnvöld vita að Haukur er látinn og sögðu blaðamönnum að þau ætluðu að senda líkið heim þá vita þau hvað varð um líkið.“

Leitað allra leiða

Utanríkisráðherra sagði stjórnvöld hafa leitað allra leiða til að leiða málið til lykta, en hefðu fengið það staðfest eftir mörgum leiðum að stjórnvöld í Tyrklandi teldu Hauk af.

„Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til í þessu máli. Það er mér til efs að önnur stjórnvöld hafi gengið jafn langt og Íslendingar í svona máli. Ef það er eitthvað sem við getum gert til að aðstoða þá munum við gera það en við höfum leitað allra leiða sem við höfum talið geta hjálpað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt