fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Bílastæðasjóður tekur til starfa í Kópavogi: „Engar ákvarðanir verið teknar um stöðumæla“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílastæðasjóður Kópavogs tekur til starfa fimmtudaginn 29.nóvember næstkomandi. Frá og með þeim degi munu stöðuverðir á vegum Þjónustumiðstöðvar Kópavogs sjá um eftirlit og leggja stöðubrotsgjöld á bíla sem lagt er ólöglega eða í stæði hreyfihamlaðra, en sektir nema tíu til tuttugu þúsund krónum.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði við Eyjuna að ekki sé þó von á uppsetningu stöðumæla í bráð:

„Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um stöðumæla nei. Það hefur komið til umræðu að taka upp svokallað klukkukerfi á ákveðnum svæðum, til dæmis á Hamraborgarsvæðinu í kringum bæjarskrifstofurnar og það kæmi mér ekki á óvart ef fyrstu tilraunirnar með slíkt kerfi hæfust þar, en þetta er allt saman á umræðustigi ennþá.“

Ekki útgjaldaaukning hjá bænum

Ármann segir útgjaldaaukningu bæjarins vera litla sem enga vegna þessa verkefnis:

„Við munum ekki ráða sérstaklega inn fólk í þessi störf, heldur byrjum á því að þjálfa upp starfsfólk í áhaldahúsinu til dæmis. Tekjurnar sem koma inn á móti ættu að duga fyrir mesta utanumhaldinu. Til lengri tíma litið er síðan spurning hvort skynsamlegt sé að byggja bílastæðahús í Smárahverfi, þar sem kvartað hefur verið undan skorti á bílastæðum, en það þyrfti að gerast í samráði við fyrirtæki og húsráðendur á svæðinu,“

segir Ármann.

Sektin 10 þúsund kall

Gjöld fyrir stöðubrot verða 10.000 krónur en 20.000 krónur ef lagt er í stæði hreyfihamlaðra. Gjöldin hækka eftir 14 daga og 28 daga. Gjöld fyrir að leggja ólöglega hækka í 15.000 kr. og svo 20.000 kr. en gjöld fyrir að leggja í stæði hreyfihamlaðra í 30.000 kr. og svo 40.000 kr.

Ármann segir þetta létta undir með lögreglunni, sem hafi þurft að sinna stöðubrotum hingað til:

„Þetta hefur verið vandamál í ákveðnum hverfum þar sem lægt er með þeim hætti að það gerir umferð erfitt fyrir og jafnvel lítið þurft til að það skapist hætta. Við fórum í þetta verkefni þar sem þetta var orðið að vandamáli og kvörtunum þeirra sem til dæmis eru með fyrirtækjarekstur, um að bílum í allskyns ástandi væri lagt þar til lengri tíma, fór fjölgandi. Lögreglan kemst bara ekki yfir þetta, enda undirmönnuð og við viljum kannski frekar sjá hana nýtast til annarra og þarfari verka. Því er eðlilegt að sveitarfélagið vinni með þetta.“

Verkefni Bílastæðasjóðs er að sjá til þess að allir íbúar Kópavogs komist örugglega ferðar sinnar innan Kópavogs, hvernig ferðamáta sem þeir kjósa sér, án þess að verða fyrir truflun frá ökutækjum sem er ekki lagt í samræmi við umferðalög,

samkvæmt tilkynningu.

Bílastæðasjóður er eign Kópavogsbæjar og er rekinn af bílastæðanefnd. Umhverfis- og samgöngunefnd fer með hlutverk bílastæðanefndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra skólaður til í fræðunum: Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, ekki þingið

Forsætisráðherra skólaður til í fræðunum: Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, ekki þingið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þórhildur Sunna braut siðareglur – Sögð kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess

Þórhildur Sunna braut siðareglur – Sögð kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja eldhúsið hafa gleymst við hönnun Dalskóla – Börnin látin koma með nesti þvert á grunnskólalög

Segja eldhúsið hafa gleymst við hönnun Dalskóla – Börnin látin koma með nesti þvert á grunnskólalög
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 4 dögum
Ríki í ríkinu