fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Eyjan

Þór fær hvergi vinnu – Sótt um á annað hundrað störf: „Ótrúlegt að verða vitni að þessu“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Frá því ég hætti á þingi hef ég sótt um á annað hundrað störf og fengið jafnmörg afsvör,“ segir Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, í samtali við vefinn Lifðu núna.

Þór var á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna á árunum 2009 til 2013. Þór er ágætlega menntaður; hann er með BS-próf í markaðsfræði frá Bandaríkjunum og MA-próf í hagfræði frá New York svo dæmi séu tekin. En þrátt fyrir hefur Þór gengið bölvanlega að fá vinnu eftir að þingsetunni lauk.

Sótt um allt mögulegt

„Ég hef sótt um allt mögulegt bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Ég hef til að mynda sótt um nærri tug starfa hjá Hagstofu Íslands og alltaf fengið staðlað bréf frá stofnuninni þar sem stendur að það hafi verið ákveðið að ráða ekki í starfið sem stendur. Það er ótrúlegt að vera vitni að þessu. Það eru ákveðnir aldursfordómar á vinnumarkaðnum, maður er runninn út á tíma. Samt vita allir sem vilja að fólk sem komið er á miðjan aldur eru bestu starfsmennirnir,“ segir Þór við Lifðu núna.

Hann segist hafa tekið að sér tímabundið verkefni fyrir OECD eftir að hann hætti á þingi en þegar því lauk var hann atvinnulaus.

Erfitt að vera fyrrverandi þingmaður

„Það er ekki auðvelt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu. Til að hafa í mig og á og til að standa við mínar skuldbindingar stofnaði ég lítið ferðaþjónustufyrirtæki og rak gistiþjónustu á Álftanesi fyrir erlenda ferðamenn þangað til í sumar. Þá ákvað ég að hætta og seldi fyrirtækið. Það var augljóst að það var að draga saman í ferðaþjónustunni. Það voru til mun færri bókanir í sumar og haust en árin á undan og þeir sem komu stoppuðu bara í eina eða tvær nætur í staðinn fyrir að vera í viku eins og algengt var. Ferðamenn segjast ekki hafa efni á því að vera á Íslandi það sé allt svo dýrt. Svo fannst mér líka bara komið nóg. Þetta er ekki sérlega gefandi starf. Margir sem koma hingað hafa engan áhuga á Íslandi, vilja bara geta merkt við í kladdanum að þeir hafi komið hingað,“ segir Þór.

Gæti hugsað sér að fara á sjóinn

Þó svo að erfiðlega hafi gengið að fá vinnu segist Þór ekki vera svartsýnn á framhaldið. Þannig hafi hann hugsað sér að kaupa sér skútu og fara í útgerð. Þór hefur reynslu af sjómennsku því hann var háseti og bátsmaður hjá Eimskipafélaginu á árunum 1977 til 1988.

„Ég gæti til dæmis boðið upp á siglingar við Ísland eða á Kanaríeyjum. Á þessu ferðalagi mínu hef ég svolítið verið að skoða þetta og þetta er alveg rosalega skemmtilegur og spennandi bransi,“ segir Þór en hann hefur að undanförnu dvalið í gríska Eyjahafinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“