fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Stefán og Halldór ósáttir við Seðlabankann: „Beita meðulum á rangan sjúkdóm og rangan sjúkling!“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 14:35

Stefán Ólafsson prófessor

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur hjá Eflingu, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eru ósáttir við stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í morgun, eru þeir nú 4,5%. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að stefnan ráðist á næstunni af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga.

Segir Stefán ákvörðunina ganga gegn allri venjulegri hagstjórn:

„Við kólnun hagkerfisins myndu flestir Seðlabankar grannríkjanna lækka vexti til að milda niðursveifluna eða jafnvel til að vega á móti henni. Vaxtahækkun við þessi skilyrði hægir enn frekar á hagkerfinu. Hækkanir vaxta koma fyrst og fremst til að dempa uppsveiflur eða til að vinna gegn ofþenslu. Ekkert slíkt er nú í kortunum hér á landi. Svo vísa þeir í vaxandi „verðbólguvæntingar“ sem byggja á kukli eða marklausum kveðskap frekar en alvöru vísindalegum mælingum,“ segir Stefán í pistli á Eyjunni. Segir hann jafnframt að ef það gæti einhvers verðbólguþrýstings þá sé það vegna heimsmarkaðsverðs á olíu:

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

„Á vaxtahækkun á Íslandi að draga úr olíuverðshækkun á heimsmarkaði? Þarna er sem sagt verið að beita meðulum á rangan sjúkdóm og rangan sjúkling! Þetta er undarleg læknisfræði hjá Seðlabankanum – og að auki kjánaleg pólitík. Ef Seðlabankinn telur að hann sé með þessu að senda aðilum vinnumarkaðarins skilaboð um að ekki megi hækka laun um of í komandi kjarasamningum þá er þetta líklegra til að hafa öfug áhrif – ef þá einhver.“

Halldór Benjamín segir í samtali við RÚV að vaxtahækkunin sé ótímabær.  „Harður tónn frá Seðlabankanum hefði verið eðlilegri en að þeir myndu bíða og sjá hvernig þróunin verður næstu vikurnar,“ sagði Halldór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“