fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Óli Björn varar við þaki á leiguverði íbúðarhúsnæðis – Góður ásetningur en fólk myndi hætta að leigja út

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varar við hugmyndum sem hafa verið í umræðunni um að setja þak á leiguverð íbúðarhúsnæðis. Eins og flestir vita er leiguverð afar hátt nú um stundir og framboð á leiguhúsnæði líka fremur lítið.

Í grein sem ber heitið „Draumurinn um land leiguliða“ rekur Óli Björn helstu röksemdirnar gegn þessari hugmynd:

Eigendur leiguhúsnæðis myndu hætta að leigja út af því það svaraði ekki kostanaði og framboð drægist saman. Fjárfestar myndu verða afhuga því að leggja fé í byggingu leiguíbúða. Viðhald íbúða í útleigu myndi verða vanrækt og hreyfanleiki á húsnæðismarkaði myndi minnka.

Óli Björn telur þessar hugmyndir bera vitni um sósíalisma og bendir á að lögmálum framboðs og eftirspurnar verði ekki haggað, ekki frekar en þyngdarlögmálinu.

Óli Björn gagnrýnir líka þá sem hann telur hafa ráðist gegn séreignarstefnunni:

„Það hefur lengi verið draumur samfélagsverkfræðinga að breyta þjóðfélaginu. Í framtíðarheimi þeirra heyrir séreignarstefnan sögunni til. Allir eiga að búa í leiguhúsnæði. Opinber umræða um húsnæðismál er gegnsýrð af draumsýn samfélagsverkfræðinganna. Allt miðast við að byggja leiguhúsnæði, koma „skikki“ á leigumarkaðinn, stofna „óhagnaðardrifin leigufélög“ (hvað svo sem það nú þýðir – vonandi ekki að reka eigi þau með tapi), og tryggja aðrar félagslegar lausnir. Það glittir í ríkisrekið leigufélag.“

Greina Óla Björns má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“