fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Íslendingur mengar mest allra Evrópubúa

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 10:23

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal Íslendingurinn mengar mest allra Evrópubúa. Árið 2016 var Ísland með mesta losun koltvísýrings á einstakling af öllum ríkjum innan ESB og EFTA svæðisins. Ísland var í þriðja til fjórða sæti árið 2008 en losun hefur aukist vegna aukins flugreksturs og skipaflutninga frá árinu 2012.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að önnur lönd sem hafa verið með háa losun koltvísýrings á einstakling eru Lúxemborg, Danmörk og Eistland og hefur losun hjá þessum löndum verið á bilinu 13 til 19 tonn af koltvísýringi á einstakling. Almennt hefur losun á einstakling lækkað innan ESB og eru flest lönd komin niður í um 9 tonn á einstakling, en hjá einstaka löndum er gildið lægra.

Þróun í losun frá hagkerfi Íslands á einstakling hefur verið á skjön við hin Norðurlöndin. Danir hafa náð mestum árangri í að draga úr losun, en losun á einstakling náði hámarki árið 2006. Svíþjóð hefur sýnt afgerandi lægsta losun frá sínu hagkerfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt