fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Forseti Uppreisnar segir Bjarna tala niður til ungmenna: „Aðskilja á ríki og kirkju, punktur“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 21:01

Kristófer Alex Guðmundsson forseti Uppreisnar. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristófer Alex Guðmundsson, forseti Uppreisnar ungliðahreyfingar Viðreisnar, segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi talað niður til ungmenna í ræðu sinni á Kirkjuþingi liðna helgi. Líkt og Eyjan greindi frá sagði Bjarni:

„Það er lítil sanngirni í málflutningi sumra þeirra sem hæst tala um aðskilnað ríkis og kirkju og um að best færi á því að ríkið hætti algjörlega að hafa nokkur afskipti af fjármálum neinna trúfélaga. Oft virðist manni sem málflutningur af þessu tagi stafi einkum frá mjög ungu fólki, sem ekki hefur lent í neinum áföllum og hefur ekki séð það starf sem kirkjan vinnur við sálusorgun og ýmis konar félagsþjónustu.“

Sjá einnig: Bjarni Ben ver kirkjuna: Kirkjan gagnrýnd af mjög ungu fólki sem hefur ekki lent í áföllum

Kristófer Alex segir í grein á vef Fréttablaðsins í dag að röksemdir um kirkjujarðasamkomulag, lögbundnar skyldur kirkjunnar og sáluhjálp, séu úreltar:

„Aðskilja á ríki og kirkju, punktur,“ segir Kristófer og bætir við: „Kirkjan veitir vissulega mikilvæga aðstoð til sóknarmanna sem og annara, líkt og hún mun væntanlega gera áfram þótt hún verði ekki lengur undirstofnun dómsmálaráðuneytisins. Hafi ríkisstjórnin aftur á móti raunverulegan áhuga á því að veita landsmönnum sálræna þjónustu væri gott að byrja á að fella sálfræðiþjónustu undir almannatryggingakerfið.“

Hann segir að Bjarni hafi í ræðu sinni talað niður til ungs fólks: „Ráðherra talar hér meinfýsilega niður til ungs fólks, kynslóðarinnar sem einmitt hefur sýnt mikinn kjark við að stíga fram og tala opinskátt um sálræn vandamál sín og opnað þannig löngu tímabæra umræðu, sem alltof lengi hafði verið feimnismál kynslóðanna sem á undan komu,“ segir Kristófer. „Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um ungt fólk eins og það sé viðkvæm snjókorn sem þekki ekki áföll. Jafnvel ef hann hefði rétt fyrir sér þá myndu skoðanir hópsins skipta máli og eiga rétt á sér. En ráðherrann hefur ekki rétt fyrir sér og mörg okkar þekkja víst vel til sálrænna áfalla og höfum samt sem áður kallað eftir aðskilnaði ríkis og kirkju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina