fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

Þingmaður þreyttur á okrinu og vill fleiri erlendar verslunarkeðjur til Íslands: „Spor­in hræða þegar ís­lensk­ir kaup­menn eiga í hlut“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 11:35

Þorsteinn Sæmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill fá fleiri erlendar verslunarkeðjur hingað til lands. Þetta segir hann í grein í Morgunblaðinu í dag er nefnist „Flytjum inn kaupmenn“ en hann segir ærin tækifæri fyrir erlenda aðila til að hasla sér völl hérlendis.

Þorsteinn nefnir dóm Hæstaréttar um að bann við innflutningi á ófrystu hráu kjöti sé ólöglegt og kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda við honum. Þá óttast hann hvaða áhrif dómurinn hefur á innflutning á matvöru hingað til lands, þar sem það sé engin trygging fyrir lægra vöruverði að flytja inn ófrosið kjöt:

„Að þessu sögðu ját­ar sá sem hér rit­ar að hann á ekki von á að til Íslands streymi gæðavara á góðu verði að þess­um dómi gengn­um. Spor­in hræða þegar ís­lensk­ir kaup­menn eiga í hlut. Skemmst er að minn­ast nauta­hakk­efn­is­ins sem flutt var inn fyr­ir 2-3 árum. Þá voru inn­flutn­ings­gjöld helm­inguð, nauta­kjötsverð á heims­markaði var afar lágt en nauta­hakk á Íslandi hækkaði. Einnig varð tolla­lækk­un á nokkr­um teg­und­um græn­met­is fyr­ir all­nokkr­um árum síðan en græn­meti lækkaði ekki að jafnaði í versl­un­um. Það er eng­in trygg­ing fyr­ir lægra vöru­verði að flytja inn ófrosið kjöt eða aðrar land­búnaðar­vör­ur. Það er næsta víst að fylgi verðsvig­rúm inn­flutn­ingn­um mun hag­ur af því enda í vös­um kaup­manna (líf­eyr­is­sjóða). Þar höf­um við nokk­ur dæmi ný­leg s.s. styrk­ingu krónu sem lítt eða illa hef­ur skilað sér í lægra vöru­verði en víst er að lækk­un krón­unn­ar að und­an­förnu mun skila sér furðufljótt út í vöru­verð. Versl­un­in hef­ur auk þess dregið lapp­irn­ar í að skila lægri álög­um rík­is­ins í lægra vöru­verði. Þess utan má rifja upp að í fyrra var verð til bænda á sauðfjár­af­urðum lækkað um 29% en lamba­kjöt hef­ur ekk­ert lækkað í versl­un­um.“

Utanaðkomandi aðstoð nauðsynleg

Þorsteinn nefnir að Costco hafi vissulega stuðlað að lækkun vöruverðs, en síðan hafi verslunarkeðjan verið „furðufljót“ að átta sig á markaðsaðstæðum á Íslandi og verðlagt nauðsynjavörur eftir því. En Þorsteinn vill fleiri keðjur:

„Til þess að tryggja sam­keppni á fákeppn­ismarkaði hér þar sem dag­vöru­verslanir með u.þ.b. 70% markaðshlut­deild eru í eigu skyldra aðila þarf nauðsyn­lega á ut­anaðkom­andi aðstoð að halda. Neyt­end­ur eru í raun að greiða fyr­ir eig­in líf­eyri fyr­ir­fram með háu vöru­verði vegna eign­ar­halds líf­eyr­is­sjóða á versl­ana­keðjum. Hagnaður versl­ana­keðjanna er enda ær­inn eins og fram kem­ur reglu­lega. Því er nauðsyn­legt að hingað rati al­vöru mat­vöru­keðjur á borð við ALDI, LIEDL eða þá hinar dönsku NETTO eða Bilka. Það eru ærin tæki­færi fyr­ir er­lenda aðila að hasla sér völl á neyt­enda­markaði en á meðan þeir ráða ráðum sín­um búum við ís­lensk­ir neyt­end­ur við meira … svona okur … alla daga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar