fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Samfylkingin vill 5000 nýjar íbúðir og startlán að norskri fyrirmynd

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 20:32

Logi Einarsson, nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu  á Alþingi um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum. Tillagan snýr að hraðari uppbyggingu og auknu framboði hagkvæms húsnæðis, aðstoð við fyrstu kaupendur, húsnæðisöryggi, félagslegu húsnæði sveitarfélaga og auknum réttindum leigjenda.

Allir þingmenn Samfylkingarinnar flytja tillöguna og fela Alþingi með henni að ráðast í skýra og  fjármagnaða aðgerðaáætlun til að bregðast við því alvarlega ástandi sem komið er upp á húsnæðismarkaði  „að miklu leyti vegna skorts á heildstæðri stefnumótun og framtíðarsýn síðustu ríkisstjórna,“ líkt og segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.

Í ræðu sinni á Alþingi í dag sagði Logi meðal annars:

„Markaðurinn hefur ekki ráðið við að leysa húsnæðisvandann og stjórnvöld ekki heldur. Aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum síðustu ár hafa verið losaralegar og augljóslega ekki skilað nægilega góðum árangri – í stað þess að vinna markvisst að varanlegum lausnum hafa stjórnvöld frekar verið að slökkva elda. Það eru erfiðir tímar, kjaraviðræðurnar framundar verða snúnar en það er sameiginlegt stef verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins að stjórnvöld verði tryggja fólki öruggara og hagkvæmara húsnæði. Nauðsyn aðgerða, svo sem þeirra sem við leggjum fram hér í dag, er óumdeild – enda mikil hætta á að kjarabætur verði étnar upp af húsnæðismarkaði en þar spilar íslenska krónan auðvitað sitt hlutverk.“

Logi sagði að ekki væri um flokkspólistíks mál að ræða:

„Ég skora á þingheim að taka vel í þessar tillögur svo getum komið til móts við fólk sem fær ekki notið ávaxtanna af hagsveiflunni. Við skuldum leigjendum og ungu fólki sem ræður ekki við útborgun til fyrstu kaupa miklu betri úrræði. Hér á ekki að vera um flokkspólitískt mál að ræða, öruggt húsnæði er jafn sjálfsagður hlutur og fæði, klæði, menntun og góð heilbrigðisþjónusta.”

Átta aðgerðir

Aðgerðirnar átta eru sagðar „markviss skref í áttina að betri og réttlátari húsnæðismarkaði“ :

*   Startlán að norskri fyrirmynd sem koma ungu fólki og viðkvæmum hópum til aðstoðar við fyrstu kaup. Startlánin eru einnig veitt til endurfjármögnunar til að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna í vanda.

*   Stjórnvöld komi að uppbyggingu í það minnsta 5.000 leiguíbúða á næstu árum til að koma fótunum undir leigumarkað sem er rekinn án hagnaðarsjónarmiða.

*   Skyldur verði settar á sveitarfélög þegar kemur að félagslegu húsnæði með það að markmiði að jafna byrðar sveitarfélaga.

*   Húsnæðis- og vaxtabætur verði hækkaðar í samræmi við launaþróun og skerðingar minnkaðar

*   Íslenska byggingarreglugerðin verði einfölduð og samræmd við reglugerðir annars staðar á Norðurlöndum.

*   Tekjur einstaklinga vegna útleigu einnar íbúðar verði undanþegnar fjármagnstekjuskatti.

*   Húsaleigulögum verði breytt til að tryggja húsnæðisöryggi og réttindi leigjenda.

*   Lögum um húsnæðisbætur verði breytt með það að markmiði að ungt fólk og öryrkjar sem deila húsnæði öðlist rétt á húsnæðisbótum.

Húsnæðisöryggi óháð efnahag eða félagslegri stöðu er forsenda jafnra tækifæra. Sitjandi ríkisstjórn skilar auðu í húsnæðismálum; framlög til húsnæðisstuðnings hækka t.d. einungis um 106 milljónir króna milli ára og skýr húsnæðisstefna er hvergi sjáanleg. Í aðdraganda kjarasamninga er mikilvægt að stjórnvöld stígi inn og svari háværu kalli verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins um aðgerðir í húsnæðismálum.

Nánar um aðgerðaáætlun Samfylkingarinnar í húsnæðismálum:

*   Kynning íbúðalánasjóðs á startlánum: https://goo.gl/2LSTCD. Startlán á norskri fyrirmynd sem koma ungu fólki og viðkvæmum hópum til aðstoðar við fyrstu kaup sem fá ekki lán annars staðar. Stendur fjölskyldum einnig til boða sem eiga erfitt með að mæta útgjöldum vegna húsnæðiskostnaðar í formi endurfjármögnunar.

*   Stjórnvöld verða að hraða uppbyggingu íbúða í samstarfi við verkalýðsfélögin og félög án hagnaðarsjónarmiða. Árleg þörf fyrir uppbyggingu skv. Íbúðalánasjóði eru 2020 íbúðir. Og verður amk til ársins 2040. Því er lagt til að á næstu árum verði ráðist í byggingu a.m.k. 5.000 leiguíbúða í samstarfi við aðila sem eru ekki í hagnaðarrekstri

*   Skyldur verði settar á sveitarfélög þegar kemur að félagslegu húsnæði með það að markmiði að jafna byrðar sveitarfélag. Eðlilegt hlutfall miðist við 5% af heildarfjölda íbúða. Reykjavíkurborg greiðir allt að átta sinnum meira miðað við höfðatölu en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

*   Hækka verður húsnæðis- og vaxtabætur í samræmi við launaþróun og minnka með það að markmiði að minnka skattbyrði lág- og millitekjuhópa.

*   Einföldum byggingarreglugerðir í samræmi við reglugerðir Norðurlanda, til að greiða fyrir uppbyggingu og opna fyrir möguleika á eininga- og raðsmíði.

*   Tekjur einstaklinga  verði undanþegnar fjármagnstekjuskatti  vegna útleigu einnar íbúðar – til að hvetja til langtímaleigu og auka framboð á leiguíbúðum.

*   Breytum húsaleigulögum til að tryggja húsnæðisöryggi og réttindi leigjenda – t.d. með lengri leigusamningum og reglum um hækkanir.

*   Breytum lögum um húsnæðisbætur með það að markmiði að ungt fólk og öryrkjar sem deila húsnæði öðlist rétt á húsnæðisbótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus