fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Mótmæla 50 metra háu fjarskiptamastri sem rísa skal á toppi Úlfarsfells – Hafa áhyggjur af verðrýrnun fasteigna, geislun og ísingu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúasamtök Úlfarsárdals mótmæla harðlega tillögu að deiliskipulagi þar sem Sýn hf. (Stöð 2 og tengdir miðlar) hyggjast reisa fjarskiptamastur á toppi Úlfarsfells.  Mastrið á að vera 50 metra hátt og verður mjög áberandi í þessari útivistarparadís Reykvíkinga, líkt og Eyjan hefur áður fjallað um.

Sjá nánarDeilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells:„Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“

Hafa samtökin sent frá sér tilkynningu þar sem mastrinu er mótmælt og tekið fram að það geti reynst lífshættulegt:

„Fyrirheit eru um útsýnispall og mastur úr náttúrulegu byggingarefni, en það er ekkert náttúrulegt við 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði og mun það rýra útivistargildi svæðisins. Mjög skiptar skoðanir eru um skaðsemi tækjabúnaðar sem sendir frá sér sterkar útvarpsbylgjur. Ekki hefur tekist að sanna að útvarpsbylgjur í langan tíma nálægt íbúabyggð séu skaðlausar heilsu fólks. Þessi umdeildu mannvirki og áhrif þeirra á umhverfið muni draga úr áhuga á búsetu á svæðinu og seinka uppbyggingu þess og með því valda verðrýrnun í hverfinu. Staðsetning á þessum útsýnispalli og gönguleiðum nálægt mastrinu gætu verið mjög varasamar vegna ísingar sem gæti myndast. Þarna er oft mjög vindasamt og ís úr 50 metra hæð fellur ekki lóðrétt niður. Því gæti það verið lífshættulegt að ganga nálægt mastrinu við ákveðin skilyrði.“

Fordæmið frá 2012

Framkvæmdin er sögð ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag sem er annars vegar „óbyggt svæði“ og hins vegar „opin svæði til sérstakra nota“ og er framkvæmdin því sögð í ósamræmi við skipulag og skipulagslög:

„Árið 2012 veitti byggingarfulltrúi bráðabirgðarleyfi fyrir tveimur tíu metra möstrum ásamt tækjaskúr. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi byggingaleyfið úr gildi og þrátt fyrir það hefur ekkert verið gert og byggingarnar standa þarna óáreittar næstum 6 árum síðar. Núverandi mannvirki eru því í óleyfi á Úlfarsfelli. Krafist er að núverandi mannvirki verði fjarlægð og að borgarráð hafni alfarið tillögu um varanlegt mastur á þessum stað og finni því annan stað, fjær íbúðarbyggð og vinsælum útivistasvæðum Reykvíkinga.“

 

Úrskurðinn má lesa hér: Úrskurður frá 2012

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega