fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Icelandair-menn sögðu að það væri ekki hægt að sameinast WOW

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 19:00

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, og Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group. Samsett mynd/Skjáskot af RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Miðað við núverandi samkeppnislög í landinu er það, held ég, ekki hægt. Það væri um margt áhugavert að minnsta kosti að skoða hvað það þýddi ef þessi tvö félög gætu sameinast. En samkeppnislögin eru bara með þeim hætti að það myndi ekki ganga.“ Þetta sagði Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, þegar hann var spurður um hugsanlega sameiningu Icelandair og WOW air í viðtali við Viðskiptablaðið í ágúst síðastliðnum. Í gær var greint frá því að Icelandair myndi kaupa WOW air.

Hann sagði fleiri þætti hafa áhrif á það að félögin gætu ekki sameinast:

„Samt er stærsti hluti af starfsemi beggja fyrirtækja á markaðnum frá Evrópu til Ameríku og Ameríku til Evrópu. Samtals erum við með um 3% hlutdeild svo ekki erum við með ráðandi hlutdeild þar, heldur er það umferðin til og frá Íslandi sem veldur því að það gengur ekki upp,“ sagði Úlfar.

Í bréfi sem Skúli Mogensen til starfsmanna í gær sagði hann að kaupin væru bundin ákvörðun hluthafa Icelandair Group sem og samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Það ferli mun taka rúmlega þrjár vikur.

Björgólfur Jóhannsson talaði á sömu nótum og Úlfar þegar hann var í viðtali í Kastljósi í lok ágúst. Björgólfur hætti sem forstjóri Icelandair Group tveimur dögum fyrir viðtalið. „Í fyrsta lagi reikna ég ekki með því að það sé heimilt. Ég held að starfsmenn ákveðinnar skrifstofu í Borgartúninu hafi skoðun á því ef að það kæmi til tals. Ég sé það ekki alveg fyrir mér.“

Ekki náðist í Úlfar Steindórsson við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna