fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Fátækt á Íslandi – „Ég vil geta lifað eins og manneskja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 17:00

Hjördís Bech Ásgeirsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil geta gert eitthvað annað en að ströggla við að vinna og hafa áhyggjur af því hvort endar ná saman eða ekki,“ segir Hjördís Bech Ásgeirsdóttir, en hún er ein þeirra Íslendinga sem þurfa að sjá fyrir sér á lægstu launum – lífsbaráttan er hörð.

„Þannig á lífið ekki að vera,“ segir Hjördís en hún á sex barnabörn og vill geta veitt þeim eitthvað, til dæmis boðið þeim í leikhús. Öll fjölskyldan vinnur hörðum höndum en ber lítið úr býtum.

„Ég á stóra fjölskyldu, þau eru öll að vinna mikið, það er ekkert annað í boði á þessu landi,“ segir Hjördís. Hún hefur gert sitt besta til að aðstoða börnin sín í lífsbaráttunni.

Þetta kemur fram í kynningarmyndbandi frá Eflingu þar sem Hjördís er í stuttu viðtali. Í texta frá Eflingu með myndbandinu segir:

„Verkafólk á Íslandi hefur staðið of lengi á jaðri samfélagsins. Það er kominn tími til að rödd verkafólks heyrist og líf þess og kjör verði öllum kunn. Í kjölfar verkefnisins FÓLKIÐ Í EFLINGU þar sem verkafólk segir sína sögu stígum við nýtt skref í sömu átt. Herferðin LÍF Á LÆGSTU LAUNUM dregur fram raunverulegar aðstæður fólks sem býr við þann „ómöguleika“ að lifa af lægstu launum og lykilstaðreyndir um kjör og skattbyrði launafólks.“

Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun