fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Samsæriskenningarnar um flóttamannalestina, byssuhópar sem flykkjast til landamæranna og áhrifin á kosningarnar á morgun

Egill Helgason
Mánudaginn 5. nóvember 2018 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er spurning hvort flóttamannahópurinn sem lagði af stað frá Hondúras sé gjöf fyrir Trump og Repúblikana í kosningabaráttunni? Um tíma virtist það geta orðið þannig. Kosið er til beggja deilda þingsins í Bandaríkjunum á morgun – og það er mikil spenna í loftinu. Ef Repúblikanar vinna bæði Öldungadeildina og Fulltrúadeildina getur Trump gert nánast hvað sem honum sýnist – og siglir þannig í átt að forsetakosningunum eftir tvö ár. Baráttan um hverjir verða þar í kjöri hefst að loknum kosningunum á morgun.

En svo er spurning hvort viðbrögðin hafi ekki gengið of langt? Í þessari svokölluðu flóttamannalest er fátækt fólk, fjölskyldur með börn, hrelldar af hörmulegu ástandi heima fyrir, ofbeldi og misskiptingu. Forðum tíð voru það Bandaríkin sem tóku við fólki sem þannig var ástatt fyrir. Þau eru beinlínis byggð á þeirri hugmynd.

Flóttamannagangan silast áfram, þetta er ekki auðveld ferð, fólkið á eftir að ganga upp endilangt Mexíkó áður en það kemst til Bandaríkjanna. Repúblíkanar ýja að því að innan um séu skuggalegir menn frá Miðausturlöndum. Þegar engar sannanir fundust fyrir því, var því snúið upp í að óhugsandi væri að í svo fjölmennum hópi væri ekki einhver frá Miðausturlöndum. Þannig er rasisma stöðugt gefið undir fótinn af stjórn Trumps.

Forsetinn hótar að senda 15 þúsund hermenn til landamæranna við Mexíkó. Það er gríðarlega há tala. En vopnunum getur enn fjölgað umfram það, því þessir atburðir hafa kveikt í byssuhópum út um öll Bandaríkin. Þungvopnaðar sérsveitir óbreyttra borgara  – svokallaðar militias –  stefna að landamærunum til að fást við flóttamennina með sínum hætti. Hinn tryllti málflutningur sem kemur úr herbúðum forsetans virkar eins og olía á eld.

Það er svosem alþekkt, og hefur verið alveg frá fornöld, að þegar þarf að hafa áhrif á almenningsálitið er áhrifaríkt að magna upp ótta við utanaðkomandi hættur. En það er í sjálfu sér afar fátt sem ógnar Bandaríkjunum utanlands. Frá þeim sjónarhóli búa þau við nær fullkomið öryggi. Hætturnar sem steðja að koma allar að innan, kynþáttahatur, eiturfíkn, misskipting, ójafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, landlægt ofbeldi sem er eins og inngróið í samfélagið.

En það hentar auðvitað ekki Trump að tala um slíkt. Kannski er snjallræði að beina athyglinni að þessu vesæla fólki sem er að reyna að komast burt frá Mið-Ameríku? Því er meira að segja haldið fram að George Soros sé á bak við þetta, sögum um það er dreift á samfélagsmiðlum og þá er þetta orðið einhvers konar alheimssamsæri. Meira að segja Trump gaf þessu undir fótinn þegar aðspurður sagði að það myndi ekki koma sér á óvart að Soros væri þarna að baki.

Í Ungverjalandi hefur stjórn Orbáns notað svipaðan málflutning – það er Soros sem er á bak við straum flóttamanna frá Miðausturlöndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki