fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

Líkir Sigmundi við einræðisherra sem stundi „stórskotahríð“ úr glerhýsi: „Hugrakkur og kjarkmikill er hann svo sannarlega ekki“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 5. nóvember 2018 16:46

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vandar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, ekki kveðjurnar á Facebook í dag. Pistill Silju Daggar nefnist „Riddarinn Hugdjarfi“ og er einskonar svar hennar við ræðu Sigmundar Davíðs á flokksráðsfundi Miðflokksins sem haldinn var á Akureyri um helgina. Þar sakaði Sigmundur ríkisstjórnina um aumingjaskap og sagði hana aðeins vera til fyrir sjálfa sig. Þá sagðist hann upplifa allt aðra stemmningu innan Miðflokksins heldur en Framsóknarflokksins á hans tíma þar:

Það sem stendur upp úr fyrir mér persónulega er hvað mér finnst gaman að vera í þessum hópi. Hver einasti maður sem maður hittir á þessum fundum er fólk sem manni líkar við og treystir sem er svolítið breyting frá því sem var á tímabili.“

Stórskotahríð úr glerhýsi

Silja Dögg spyr á móti hinsvegar, hvort Miðflokksmenn geti treyst Sigmundi:

„Það er gott að Sigmundur Davíð telji sig geta treyst félögum sínum í Miðflokknum. En geta þau treyst honum? Ég ætla að leyfa mér að líkja nýlegum yfirlýsingum hans við stórskotahríð úr glerhýsi, þegar hann talar um kjark- og verkleysi annarra. Sami maður og hljóp út úr sjónvarpsviðtali. Maður sem mætti sárasjaldan í þingsal þegar hann var forsætisráðherra, brunaði á Bessastaði án vitundar þingflokks síns til að slíta stjórnarsamstarfi (gegn vilja þingflokks), hljóp út af flokksþingi þegar hann tapaði kosningu í stað þess að óska keppinauti sínum til hamingju og þakka stuðningsmönnum sínum (sem margir hverjir komu langt að) fyrir stuðninginn. Sami maður og hefur margsinnis verið á flótta undan fjölmiðlum og öðrum þeim sem hafa gagnrýnt hann, í stað þess að svara spurningum heiðarlega.“

Aðferð einræðisherra

Silja segir Sigmund hafa stofnað flokk um sjálfan sig og líkir Sigmundi við einræðisherra, sem búi til óvini sem aldrei verða sigraðir:

„Maður sem mætti varla til vinnu í heilt ár, en þáði þó laun fyrir, getur trútt um talað þegar kemur að verkleysi…nei annars, hann var auðvitað ekki verklaus heldur upptekinn við að stofna framfarafélag og flokk um sjálfan sig. Já, og safna frímerkjum. Það er líka voðalega auðvelt að eiga í stríði í andlitslaust fólk og tala um sjálfan sig sem hugrakkan og kjarkaðan leiðtoga. Andlitslaust fólk eins og hrægamma, embættismenn og auðvitað hið hræðilega „vinstri“. Klassísk og vel þekkt aðferð popúlista og einræðisherra til að ná völdum og halda þeim er einmitt að búa til óvini. Óvini sem aldrei verða sigraðir. „Ógnin“ er því stöðug og „nauðsynlegt“ fyrir fylgismenn hins „hugrakka og óumdeilda“ foringja að styðja hann. Annars gæti „eitthvað“ hræðilegt gerst. Maðurinn er sá eini sem getur bjargað þjóðinni frá glötun… Kannski aðeins fært í stílinn hjá mér, en þetta er þó kjarni þessarar aðferðafræði. Rifjum einnig aðeins upp söguna um riddarann hugdjarfa og vindmyllurnar í þessu samhengi…“

Gapandi hissa

Silja það firru að Sigmundur hafi einn og sjálfur staðið fyrir leiðréttingunni, líkt og margir trúi:

„Miðflokksmenn eru hrifnir af hinum „kjarkaða foringja“ sínum. Sumir hverjir standa jafnvel í þeirri trú að hann hafi einn og sjálfur leiðrétt húsnæðislán Íslendinga, sem er auðvitað alger firra. Þar komu að fjölmargir sérfræðingar, hinir alræmdu embættismenn ýmissa stofnana og ráðuneyta sem og auðvitað allur þingflokkur Framsóknarflokksins. Grasrót Framsóknarflokksins barðist einnig ötullega fyrir leiðréttingu húsnæðislána á fjölmörgum vígstöðvum. Ég er svo gapandi hissa að hverju fólk er tilbúið að trúa. Vissulega getur Sigmundur Davíð verið hugmyndaríkur en hugrakkur og kjarkmikill er hann svo sannarlega ekki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar