fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Læknir segir Landspítalaframkvæmdir auka svifryk: „Óþarfi að fegra dæmið og slá ryki í augu borgarbúa með þessum falsfréttum RÚV“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 5. nóvember 2018 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV greindi frá því í gær að í fyrsta jarðvinnuáfanga Nýs Landsspítala verði 339 þúsund rúmmetrum af jarðefni ekið á brott, í 22,600 vörubílaferðum, eða um 49 ferðir á dag. Þær tölur eru fengnar frá skrifstofustjóra framkvæmda- og viðhaldssviðs Reykjavíkurborgar, eftir fyrirspurn Baldurs Borgþórssonar, varaborgarfulltrúa Miðflokksins.

Vilhjálmur Ari Arason, læknir á Landspítalanum og Eyjubloggari, segir á Facebook að tvöfalda þurfi þessar tölur í frétt RÚV, því vörubílaferðirnar verði í raun alls 45.200:

„Hver flutningur kallar hins vegar á TVÆR ferðir, ekki eina. Fram og til baka. Ferðirnar gegnum miðbæinn verða því auðvitað 45.200 sem gera 2.510 ferðir í mánuði, 584 ferðir á viku og 98 ferðir á dag í 20 mánuði gegnum miðborgarumferðina frá kl 9-16, sex daga vikunnar.

Vilhjálmur segir frétt RÚV vera falsfrétt og setur jarðvegsflutningana í samhengi við svifryksmengun í Reykjavík, sem hefur verið með hæsta móti undanfarin ár. Vilhjálmur hefur ekki mikla trú á þeim aðgerðum sem koma eiga í veg fyrir svifryksmengun af völdum jarðvegsflutningana, líkt og borgin hefur talað um sem „umtalsvert meiri“ en þekkst hefur til þessa hér á landi:

„Algjörlega óþarfi að fegra dæmið og slá ryki í augu borgarbúa með þessum falsfréttum RÚV sem og stórkostlegu mikilvægi dekkjaþvottar fyrir heildarmyndina og sem lýst er sem stórkostlegu menningarafreki. Verkfræðilegri snilld!! Síðan er allur aðflutningur byggingarefnis auðvitað eftir næstu 4 árin til 2025-2026 og það aðeins verið að miða við 1. áfanga af þremur!!!!“Voru einhverjir hjá Reykjavíkurborg síðan að hafa áhyggjur af svifryksmengun í miðborginni góðu næsta áratuginn og heyra má reglulega í fréttum og tilmælum til borgarbúa nú að nota t.d. ekki nagladekk í vetur og helst ekki einkabílinn yfir höfuð til vinnu. Vegna þegar sprungna vegasamgangna gegnum höfuðborgina.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“