fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Erfið misseri framundan hjá ESB

Egill Helgason
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hætt er við því að Evrópusambandið sigli inn í margháttaða kreppu. Stærsta vandamál þess er hvernig fjarar undan stjórnmálaöflunum sem halda því saman, hefðbundnum hægriflokkum, miðflokkum og jafnaðarmannaflokkum. Angela Merkel, sem hefur verið helsti leiðtogi ESB, hefur tilkynnt brottför sína úr stjórnmálum. Ekki er einsýnt hver verður eftirmaður hennar en í kosningum hefur hvert áfallið á fætur öðru riðið yfir CDU/CSU, hægri/miðju hreyfinguna sem hún veitir forystu.

Merkel virkar stöðnuð og þreytt. Ákveðið tækifæri var fólgið í kjöri Emmanuels Macrons – en það er farið forgörðum. Tillögur Macrons um endurbætur á Evrópusambandinu og evrunni hafa mestanpart mætt áhugaleysi í Þýskalandi. Macron hefur í raun ekki fundið neinn til að tala við. Í málefnum ESB hefur Merkel lengi kosið að láta reka á reiðanum, hún verður seint talin vera innblásinn hugmyndapólitíkus. Fylgi Macrons fer nú dvínandi, fyrir skömmu fór hann í frí vegna ofþreytu.

Það er lítil von til þess að hagur ESB vænkist að ráði ef engir sterkir stjórnmálaleiðtogar eru til að tala máli þess. Af hinum stærstu þjóðunum innan sambandsins er Bretland á leiðinni út og Ítalía komin undir stjórn þjóðernispópúlista.

Brexit er málið sem yfirskyggir önnur í fjölmiðlum þegar rætt er um ESB. En það eru önnur viðfangsefni sem valda Brussel heilabrotum. Ítalir neita að fylgja fyrirskipunum um stærð fjárlagahalla. Skuldir Ítalíu eru svo svakalegar að þær geta valdið annarri evrukreppu – gríska kreppan myndi virka harla smá í þeim samanburði.

Víða í álfunni eru komnir til valda leiðtogar sem fylgja fordæmi Donalds Trump fremur en forskrift hins frjalslynda lýðræðis sem hefur ráðið ferðinni innan ESB. Vinsældir Salvinis á Ítalíu hafa aukist til muna síðan hann settist í ríkisstjórn. Stjórnmálamenn af svipuðu sauðahúsi eru við völd í Ungverjalandi, Póllandi, Slóvakíu og Austurríki. Í hinum rómuðu fyrirmyndarsamfélögum Norðurlandanna vaxa áhrif popúlískra flokka jafnt og þétt, nú er stjórnarkreppa í Svíþjóð vegna kosningasigurs Svíþjóðardemókrata.

Eftir því sem Trump gengur lengra verða þessi stjórnmálaöfl kokhraustari; ein kenningin er sú að Trump hafi í raun verri áhrif utan Bandaríkjanna en innan þeirra því hann sé eins og grænt ljós á öfgahreyfingar og öfgaskoðanir um víða veröld.

Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu 29. mars á næsta ári. 23. til 26. maí eru svo kosningar til Evrópuþingsins. Þar munu takast á hin frjálslyndu öfl og þjóðernispópúlistarnir. Eins og svo oft í Evrópukosningum snýst málið mikið um að fá fólk til að mæta á kjörstað. Þáttakan er yfirleitt mjög lítil og umboð þingsins því veikt. Og það er hætt við þingmönnum sem hafa horn í síðu ESB muni fjölga verulega eftir kosningarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG