fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Spennandi bókavertíð og gróska í útgáfunni þrátt fyrir tal um samdrátt og léleg laun

Egill Helgason
Laugardaginn 3. nóvember 2018 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir dvínandi sölu bóka, barlóm í bókaútgefendum og fréttir af lélegum launum rithöfunda, virðist ekki ætla að verða neitt lát á útgáfu íslenskra bóka nú fyrir jólin. Þvert á móti sýnist manni að gríðarlega mikið sé að koma út – og þar á meðal bækur sem teljast áhugaverðar, forvitnilegar, spennandi og jafnvel framúrskarandi.

Nýr verðlaunahafi Norðurlandaráðs Auður Ava Ólafsdóttir sendir frá sér í næstu viku bók sem nefnist Ungfrú Ísland, gerist á sjöunda áratugnum. Hallgrímur Helgason er með Sextíu kíló af sólskini, sögulega skáldsögu frá því um aldamótin 1900. Bergsveinn Birgisson er líka með sögulega skáldsögu sem nefnist Lifandi lífslækur og gerist á tíma móðuharðindanna.

Ófeigur Sigurðsson sendir frá sér Heklugjá, þar fer hann víða, bæði i tíma og rúmi, en við sögu koma Karl Dunganon og Sigurður Jórsalafari. Þórdís Gísladóttir birtir fyrstu skáldsögu sína sem nefnist Horfið ekki í ljósið. Gyrðir Elíasson lýkur sagnaþríleik með bókinni Sorgarmarsinn. Hans Blær heitir skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahl, byggir á samnefndu leikriti eftir hann.

Jónas Reynir Gunnarsson sendir frá sér aðra skáldsögu sína, Krossfiskar heitir hún, hún er gefin út af litlu forlagi sem nefnist Partus. Það gefur líka út smásagnasafnið Kláða eftir Fríðu Ísberg. Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður er með skáldsögu númer tvö, hún nefnist Hið heilaga orð, útvarpsmaðurinn, Friðgeir Einarsson sendir frá sér smásagnasafn og rithöfundurinn Eiríkur Guðmundsson er líka með bók sem nefnist Ritgerð mín um sársaukann.

Ólafur Gunnarsson skrifar endurminningar um horfna vini í Listamannalaunum, Guðmundur Brynjólfsson ritar sögulega spennusögu sem nefnist Eitraða barnið, en Tapio Koivukari skrifar um galdramál á Vestfjörðum í bókinni Galdra-Möngu. Bjarni Harðarson er líka með sögulega skáldsögu, hún heitir Í Gullhreppum og gerist í kringum Skálholtsstað á 18. öld. Læknishúsið er ný skáldsaga eftir Bjarna Bjarnason, líka með sögulegu ívafi. Fyrr á árinu kom svo út hin ramma sjómannasaga Stormfuglar eftir Einar Kárason. Júlía Margrét Einarsdóttir er höfundur skáldsögu sem nefnist Drottningin á Júpíter.

Jú, það er mikið af sögulegum skáldskap – við getum líka nefnt Sagnaseið, bók þar sem Sally Magnusson, fjallar um Tyrkjaránið og afdrif Íslendinga í Barbaríinu.

Hin árlega spennubók Arnaldar Indriðasonar kom að vanda út 1. nóvember, nefnist Stúlkan hjá brúnni. Í næstu viku kemur út Þorpið eftir Ragnar Jónasson sem á mikilli velgengni að fagna erlendis og brátt er líka von á spennusögu Yrsu Sigurðardóttur sem nefnist Brúðan. Lilja Sigurðardóttur er með sína spennusögu sem heitir Svik.

Mikil gróska er í útgáfu ljóðabóka – við fáum ljóðabækur frá Lindu Vilhjálmsdóttur, Gerði Kristnýju, Þórarni Eldjárn, Steinunni SigurðardótturBubba MorthensÍsaki HarðarsyniMatthíasi Johannessen, Hauki IngvarssyniDegi Hjartarsyni og Evu Rún Snorradóttur. Það telst til stórtíðinda að höfuðskáldið Hannes Pétursson er með nýja ljóðabók sem nefnist Haustaugu. Og svo kemur út mjög vandað ljóðaúrval Sigurðar Pálssonar, Ljóð muna ferð.

Ýmsu er ég sjálfsagt að gleyma, en það má líka nefna fræðirit eins og sögu Skúla Magnússonar fógeta sem er skráð af Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur, Stund klámsins eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Hina útvöldu, en þar fjallar sagnfræðingurinn Gunnar Þór Bjarnason um árið þegar Ísland varð fullvalda.

Svo má ekki gleyma gleðileiknum guðdómlega, þýðingu Einars Thoroddsen læknis á Víti eftir Dante sem kemur út í veglegri útgáfu og hinni feikiglæsilegu ljósmyndabók, Jökli, eftir Ragnar Axelsson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra skólaður til í fræðunum: Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, ekki þingið

Forsætisráðherra skólaður til í fræðunum: Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, ekki þingið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þórhildur Sunna braut siðareglur – Sögð kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess

Þórhildur Sunna braut siðareglur – Sögð kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja eldhúsið hafa gleymst við hönnun Dalskóla – Börnin látin koma með nesti þvert á grunnskólalög

Segja eldhúsið hafa gleymst við hönnun Dalskóla – Börnin látin koma með nesti þvert á grunnskólalög
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 4 dögum
Ríki í ríkinu