fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Hin skelfilega gereyðing okkar mannanna á villtri náttúru og dýrum

Egill Helgason
Föstudaginn 2. nóvember 2018 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er í rauninni svo hryllilegt að manni finnst það skyggja á allt annað þessa dagana. World Wildlife Fund gefur út skýrslu þar sem segir að mannkynið hafi þurrkað út 60 prósentum af villtum dýrum jarðarinnar á síðustu 50 árum.

Við erum erum semsagt í óða önn að eyða lífi sem hefur þróast í milljónir ára. Þetta bætist við ofan á öll umhverfisspjöllin sem við völdum, gróðureyðingu, súrnun sjávar, loftslagsbreytingar.

Mér finnst það skelfileg tilhugsun að þetta skuli hafa verið að gerast á líftíma mínum. Það eru örfáar kynslóðir sem hafa tekið að sér það verk að eyða jörðinni. Arfleifðin sem við skilum eftir er hrikaleg.

Þetta er í raun langstærsta frétt ársins. En auðvitað er hún ekki efst á baugi í fjölmiðlum.

Eitt það umhugsunarverðasta sem ég hef lesið síðustu ár var í bók eftir ísraelska sagnfræðinginn Yuval Noah Harari.

Í bók sinni Sapiens talar hann um iðnvæddan landbúnað sem einn versta glæp mannkynssögunnar. Mér verður alltaf hugsað til þessa þegar hlakkar í mönnum yfir því hvað grænmetisætur og veganfólk sé nú vitlaust. En ég viðurkenni, ég er ekki vegan.

Harari leggur dæmið svona upp. Ef við tökum allt fólk í heiminum og setjum það á risastóra vigt myndi massi þess vera um 300 milljón tonn. Ef við tökum öll dýrin sem maðurinn hefur tekið í þjónustu sína, gert undirgefin sér og ræktar sér til matar, þá myndi massi þeirra vera um 700 milljón tonn.

Aftur á móti, ef við tökum villt dýr sem enn eru eftir í náttúrunni, er massi þeirra minni en 100 milljón tonn.

Svona hefur mannkynið lagt undir sig veröldina – og um leið skapað óskaplega þjáningu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“