fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Heiðveig var rekin vegna þess að forystan telur hana ganga erinda sósíalista – Fór í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðveig María Einarsdóttir var rekin úr Sjómannafélagi Íslands vegna þess að forystumenn félagsins töldu að hún gengi erinda sósíalista og að formannsframboð hennar væri liður í yfirtöku sósíalista á verkalýðsforystunni. Þetta kemur fram í skjali sem Eyjan hefur undir höndum, skjalið fylgdi  tillögu þeirra Arngríms Jonssonar, Jóns Bragasonar, Steinþórs Hreinssonar og Steinar Haralds um brottrekstur Heiðveigar Maríu úr félaginu.

Sjá einnig: Heiðveig var rekin í dag og er gáttuð

Hér má lesa viðtal DV við Heiðveigu

Skjalið er mjög langt og ítarlegt, í skjalinu er talað um yfirtöku sósíalista á félaginu.

Líkt og greint hefur verið frá ætlaði Heiðveig María að bjóða sig fram til formanns SÍ á aðalfundi félagsins í desember. Hún hefur gagnrýnt stjórnina harðlega, síðar kom í ljós að hún væri ekki kjörgeng vegna þess að hún hefur ekki greitt félagsgjöld í þrjú ár en telur hún það ekki gilt. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, sagði í gær að það hafi verið fátt annað í stöðunni en að reka Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, frambjóðanda til formennsku, úr félaginu.

Í skjalinu má finna skjáskot af grein úr Viðskiptablaðinu þar sem talað er um samsæri sósíalista og Gunnars Smára til að taka yfir verkalýðshreyfinguna.

Sjá einnig: Jónas segist ekki hræddur við Heiðveigu 

Skjalið er myndskreytt af skjáskotum af fréttum um deilurnar í kringum framboð Heiðveigar, er því haldið fram að framboð hennar sé liður í yfirtöku sósíalista á Íslandi, undir forystu Gunnars Smára Egilssonar, á verkalýðshreyfingunni. „Haustið 2017 bárust símtöl til skrifstofu Sjómannafélagsins frá Gunnari Smári Egilssyni um tímasetningu stjórnarkjörs í Sjómannafélaginu.“ Er svo rakin uppgangur Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu, hún hafi þá talað um að SÍ væri næst.

Í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn – Nýtur stuðnings sjómanna

Heiðveig María nýtur mikils stuðnings meðal sjómanna sem Eyjan hefur rætt við. Nýtur hún mikils stuðnings á samfélagsmiðlum. Í skjáskotun innan úr Fésbókarhópi sem telur hundruð sjómanna er talað um að safna undirskriftum til að krefjast félagsfundar hjá Sjómannafélagi Íslands.

Heiðveig María, sem er viðskiptalögfræðingur, fór í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2006. Skipaði hún 8. sæti á lista flokksins í sveitarstjórnarkosningum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega