fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Hæstlaunaða fólkið stendur í brúnni með heimsendaspár

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er að það er býsna holur hljómur í því þegar Samtök atvinnulífsins segja að sé lítið eða ekkert svigrúm til launahækkana, eins og kom fram á fundi þeirra í morgun. Nú er þetta kannski ekki alveg út í bláinn, það er ekki málið, en þróun undanfarinna ára á launamarkaði gerir þetta frekar ankanalegt.

Við höfum horft á gríðarlegt launaskrið forstjóra, framkvæmdastjóra og millistjórnenda og það hefur eiginlega þótt alveg sjálfsagt mál. Þá er ekki endilega spurt hvort fyrirtæki séu vel rekin, hvort þau séu nógu stór til að standa undir slíkum launahækkunum – nei, það eru í raun harðir stéttarhagsmunir sem hafa ráðið. Alþýðan gæti öfundað forstjóraveldið af slíkri stéttvísi.

Forstjóralaun þurfa núorðið helst að vera fimm til tíu milljónir á mánuði – og þeir sem eru skörinni neðar í fyrirtækjumfá varla minna en á þriðju milljón.

Varla hefur maður heyrt Samtök atvinnulífsins amast við þessu launaskriði eða því fordæmi sem þarna er gefið. Auðvitað hefðu þau getað reynt að grípa í taumana fyrr og reynt að koma böndum á sitt eigið fólk. Slíkt er kannski ekki skrifað inn í forritin hjá SA – en það hljómar skringilega þegar hæstlaunaða fólkið stendur í brúnni og hrópar heimsendaspár.

Það verður ábyggilega vandasamt að koma saman kjarasamningum við þessi skilyrði. Maður heyrir hins vegar æ sterkari raddir í þá veru að það sé ríkisvaldið sem eigi að leysa málið með „aðkomu að kjarasamningum“, eins og það hefur verið kallað í gegnum tíðina. Kröfurnar á ríkisstjórnina eru miklar og eiga eftir að aukast þegar líður á ferlið. Það verður stærsta prófraun Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar að leysa þennan hnút.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“