fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Draugahús á Nýja-Íslandi – pistill þar sem er byrjað að hneykslast á Halloween en svo hætt við

Egill Helgason
Miðvikudaginn 31. október 2018 20:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er mest spúkí mynd sem ég hef séð á þessari hrekkjavöku – eða Halloween eins og það kallast heyrist mér almennt á Íslandi.

Myndin er frá Riverton á Nýja-Íslandi, birtist á síðu íslensku ræðismannsskrifstofunnar í Winnepeg. Húsið á myndinni er sagt vera reimt í alvöru og veran á myndinni er furðulega óhugnanleg.

Það er auðvelt að hneykslast á Halloween og hvað við séum orðin ameríkaníseruð Íslendingar. Getur varla verið öðruvísi en þegar megnið af menningarneyslu okkar kemur frá bandarískum efnisveitum og netfyrirtækjum.

Það er svosem hægt að finna einhverjar krókaleiðir og halda því fram að þetta sé fornkeltnesk hefð – en staðreyndin er auðvitað sú að þetta kemur beint úr bandarísku sjónvarpi. Og það eru kaupmenn sem hafa átt stóran þátt í að innleiða þessa siði –rétt eins og Valentínusardaginn.

En börnin skemmta sér og fjölskyldurnar gera eitthvað saman. Kannski er þetta bara allt í lagi. Mikið af hátíðunum sem við höldum eru frekar nýjar af nálinni. Ég var í Costco um kvöldmatarleytið að ná í ameríska varninginn – þar var furðulega margt fólk, ég fékk þá skýringu þetta væru þeir sem hefðu gleymt að kaupa grasker og væru í örvæntingarfullri leit að þeim.

Graskerin voru líka uppseld í Costco. En þegar við ókum þaðan og í gegnum Smáíbúðahverfið sáum við hópa af börnum sem voru uppáklædd eins og nornir og draugar. Allir búningarnir virkuðu frekar amerískir – maður sá til dæmis ekki Djáknann á Myrká eða Miklabæjar-Sólveigu. Hvernig sem þau svo líta út – ég endurlas íslenskar draugasögur fyrir ekki margt löngu það verður að segjast eins og er, fyrir þá sem hafa komist í kynni við Stephen King eru þær óttalega lítið skelfilegar.

En hvað varðar húsið hér að ofan, á slóðum Vestur-Íslendinga, þá mun vera reimt þar í alvörunni, er mér mér sagt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn