fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

„Eins og að éta skít heilt kjörtímabil, ef stjórnin endist svo lengi“

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. október 2018 11:47

Drífa Snædal, forseti ASÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fer ekki framhjá neinum að róttækara fólk er komið í forystu verkalýðsfélaga á Íslandi en hefur verið um langt skeið. Sumpart er þetta vegna þess að félagsleg virkni í verkalýðsfélögunum hefur verið svo lítil. Það má nefna að í VR hafa verið fjórar yfirtökur síðan í hruni, hvorki meira né minna.

Fram til þess hafði verið mikill stöðugleiki í stjórn félagsins. En þetta byrjaði með því að Kristinn Örn Jóhannsson velti Gunnari Páli Pálssyni úr formannsstóli 2009. Svo kom Stefán Einar Stefánsson og felldi Kristin, Ólafía Rafnsdóttir felldi Stefán – og loks kom Ragnar Þór Ingólfsson og náði formannssætinu af Ólafíu.

En menn héldu kannski ekki að sama gilti um Eflingu. Þar höfðu sömu aðilar í raun ráðið um langt skeið, einn af öðrum – aftur til þess að félagið hét Dagsbrún og Eðvarð Sigurðsson var formaður. Á tíma hans og Guðmundar Jaka reyndu róttæklingar stundum að ná völdum í félaginu, en því var ávallt hrundið.

Það sem var líka öðruvísi á þeim árum var að stjórnmálaflokkarnir völduðu stéttarfélögin, fylgdust vel með því sem þar fór fram. Sjálfstæðisflokkurinn átti VR, Alþýðubandalagið Dagsbrún. Nú er þetta liðin tíð, flokkarnir hafa engin ítök í verkalýðsfélögum og vita lítið hvað þar fer fram.

Nýjasta rimman er svo í Sjómannafélagi Íslands þar sem allt er komið í loft upp.

Drífa Snæland tók við embætti forseta ASÍ nú um helgina, fyrst kvenna. Það vekur athygli að Drífa er ekki eins herská í tali og formenn Eflingar og VR. Hún talar mest um aðkomu ríkisvaldsins að kjarasamningum. Drífa hefur líka starfað nokkuð lengi innan verkalýðshreyfingarinnar sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.

Stjórnvöld þurfa að hafa fólk í forystu verkalýðshreyfingarinnar sem þau ná sæmilegu talsambandi við. Orðræða Drífu eftir að hún tók við embætti er kannski ekki mikið róttækari en hjá Gylfa Arnbjörnssyni. Hún fer að öllu með gát.

Hins vegar á Drífa fortíð í róttækum stjórnmálum, hún var lengi félagi í VG og framkvæmdastjóri flokksins um hríð, en gekk svo úr VG fyrir ári síðan þegar flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá kvaddi hún með svofelldum orðum:

„Við og við vellur gröfturinn upp í formi frændhygli, innherjaviðskipta, skattaskjóla, auðvaldsdekurs, útlendingarandúðar eða skjaldborgar um ofbeldismenn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja samstarfsflokkinn og mörkin munu sífellt færast til í samstarfinu líkt og í ofbeldissambandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjörtímabil, ef stjórnin endist svo lengi. Með ákvörðuninni um stjórnarviðræður setti flokkinn niður, trúverðugleikinn laskaðist verulega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt uppdráttar næstu árin og áratugina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega