fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Þórarinn varar við mannanafnafrumvarpi: Óvandað og ábyrgðarlaust

Egill Helgason
Laugardaginn 27. október 2018 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn er líklega mesti hagleiksmaður á íslenska tungu sem nú er uppi. Hann þekkir málhefðina til hlítar, en um leið kann hann öðrum betur að beita málinu á óvæntan og frumlegan hátt. Þórarinn skrifar þessa dagana litlar greinar í Morgunblaðið undir yfirskriftinni Tungutak.

Í pistlinum sem birtist í dag gerir Þórarinn meðal annars að umræðuefni frumvarp um mannanöfn sem nú hefur birst aftur á Alþingi. Eins og sjá má er Þórarinn heldur lítt hrifinn af frumvarpinu. Hann hvetur til þess að það verði fellt.

Hingað til hefur tillögugerð af þessu tagi frekar verið svæfð, málin látin hverfa hægt og hljóðalaust inni í nefndum eða annars staðar í ranghölum þingsins. En það er auðvitað ekki hægt að útiloka að einn daginn sleppi mannanafnafrumvarpið í gegn. Það hefur verið fremur óvinsæl skoðun að andmæla því – og margir fengið bágt fyrir sem það hafa reynt.

En orð Þórarins hljóta að vega nokkuð þungt:

„Ansi skýt­ur það því skökku við að á sama tíma skuli birt­ast aft­ur­gengið á Alþingi hið ein­stak­lega óvandaða og ábyrgðarlausa frum­varp um af­nám allra reglna og viðmiða um manna­nöfn á Íslandi. Manna­nöfn fyrr og síðar eru snar þátt­ur tung­unn­ar. All­ar þjóðir hafa komið sér upp regl­um þar um. Það er bá­bilja að slíkt sé ein­tóm ís­lensk sér­viska. Vissu­lega er þörf á að taka þessi lög til end­ur­skoðunar og færa þar eitt og annað til betri veg­ar, sam­ræma og snyrta. Það má hins­veg­ar ekki gera und­ir þess­um for­merkj­um, í ein­hverju slíku „frjáls­lynd­is“kasti sem flutn­ings­menn ímynda sér vís­ast að sé til vin­sælda fallið. Sem bet­ur fer voru for­sæt­is- og mennta­málaráðherra meðal þeirra sem rituðu und­ir yf­ir­lýs­ing­una um vit­und­ar­vakn­ingu um tung­una. Við verðum þess vegna að treysta því að þær ágætu kon­ur standi í ístaðinu á þingi og hafi for­göngu um að þetta po­púl­istafrum­varp verði fellt eða stungið svefnþorni til ei­lífðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“
Eyjan
Í gær

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Í gær

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“