fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Deilt um sendiráðstökuna 1970: Með krepptan hnefa, hrópandi: Stalín, Stalín!

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. október 2018 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver skemmtilegasta ritdeila sem hefur litið dagsins ljós undanfarið tengist heimildarmyndinni Bráðum verður bylting sem var frumsýnd fyrir stuttu. Myndin er gerð af þeim Hjálmtý Heiðdal og Sigurði Skúlasyni og fjallar um þegar hópur róttækra stúdenta lagði undir sig sendiráð Íslands í Stokkhólmi einn dagpart árið 1970. Má segja að þetta hafi verið einn af hápunktum stúdentabyltingarinnar hvað Ísland varðar.

Það eru næstum fimmtíu ár síðar, en vekur þó enn heitar tilfinningar. Einn sendiráðstökumanna, Gústaf Adolf Skúlason, er nú þekktur bloggari yst á hægri væng stjórnmálanna, Svona geta menn tekið sinnaskiptum. Gústaf skrifaði grein í Morgunblaðið á mánudaginn þar sem hann vandaði félögum sínum frá því um árið ekki kveðjurnar, líkti þeim við Baadaer-Meinhof samtökin og Isis-liða samtímans. Vildi svo sjálfur gera minnst úr sínum eigin hlut, sagðist hafa verið heilaþveginn.

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins tók svo upp brot úr grein Gústafs í leiðara en þar er allt lagt að jöfnu ofstæki yst á vinstri væng, hryðjuverkaöfl og aðild að Evrópusambandinu:

 „Í blind­um heimi bók­stafstrú­ar er mik­il­væg­ara að geta vitnað í línuröð og blaðsíðutal bind­is í bóka­út­gáfu Marx, Leníns, Stalíns og Maós Tsetungs en að sjá dauðann og ör­birgðina sem komm­ún­ism­inn hef­ur valdið. Slík veru­leikafirr­ing er hættu­leg hvaða sam­fé­lagi sem er. Í dag birt­ist angi henn­ar m.a. hjá há­menntuðu fólki sem vill rústa stjórn­ar­skránni og dýrk­ar framsal þjóðar­inn­ar í hend­ur er­lendra afla eins og ESB.“

Hjálmtýr Heiðdal, Sigurður Skúlason og Anna Kristín Kristjánsdóttir svara í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þau segja að þarna hafi verið á ferðinni blankir stúdentar með gítar og ljósmyndavél sem hafi gert kröfur um jafnrétti til náms. Þau vísa á bug tilvísunum í hryðjuverkasamtök. Og segja svo að það hafi verið Gústaf sem var róttækastur af öllum:

„Það skyldi þó ekki vera að Gúst­af sé sjálf­ur hrædd­ur um sjálf­an sig og sína af­stöðu? Ein­fald­lega vegna þess að hann var „rót­tæk­ast­ur“ allra rót­tækra. Hann vildi ganga lengra og grípa til enn rót­tæk­ari aðgerða en nokk­ur ann­ar á þeim tíma. Og hann klauf KSML (Komm­ún­ista­sam­tök­in marx­ist­arn­ir-lenín­ist­arn­ir) á sín­um tíma og stofnaði KS­MLb (þar sem b stóð fyr­ir bylt­ing­arsinna), af því að KSML voru ekki nógu rót­tæk að hans mati. Hann var sá eini sem t.d. talaði um stétt­ar­hat­ur verka­lýðsins og ögraði and­stæðing­um sín­um með kreppt­um hnefa hróp­andi Stalín, Stalín.“

Margt virkar kómískt í sögu vinstri hópanna sem voru til á árunum upp úr 1970, klufu sig þvers og kruss og deildu ákaft um marx-leníníska kenningu – þarna maóistar af fleiri en einni sort og trotskíistar sem aðhylltust 4. alþjóðasambandið  og áhangendur Envers Hoxa í Alabaníu. Margir þeirra sem voru í fremstu röð byltingarmanna á þessum árum urðu síðar ráðsettir borgarar og hafa jafnvel komist til mikilla áhrifa í samfélaginu. Þeim er misjafnlega ljúft að rifja þetta upp.

En það verður að segja að skemmtilegasta sagan í umræddri heimildarmynd er einmitt um téðan Gústaf Adolf. Það var þegar lögreglan var búin að handtaka íslenska róttæklingahópinn og yfirheyrði hann. Sænsku lögreglumennirnir voru ekkert sérlega fjandsamlegir, stúdentarnir sluppu auðvitað frekar vel frá tiltækinu, en þó hnykkti þeim við þegar einn Íslendingurinn kynnti sig sem Gústaf Adolf. Þótti það ekki sniðugt.

Konungur Svíþjóðar á þeim árum hét einmitt Gústaf Adolf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn