fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Nýtt kyn ofurmenna , 21. öldin – sú ójafnasta í sögu mannkyns?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. október 2018 17:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannkyninu gæti stafað ógn af nýju kyni ofurmenna. Þetta er eitt af því sem eðlisfræðingurinn Stephen Hawking varaði við í ritgerðum sem hann lét eftir sig við andlátið. Hawking vísar til auðmanna sem geta notað fé sitt til að kaupa aðgang að rándýrri tækni sem lengir líf þeirra, gerir þá heilbrigðari og gáfaðri – hefur þá upp yfir hið venjulega mannkyn. Þetta verða þá verur sem hafa möguleika til að betrumbæta sig jafnt og þétt – meðan afgangurinn af mannkyninu verður annars flokks, hefur ekki aðgang að slíku lífi.

Hawking skrifaði að sjálfsagt yrðu sett lög um erfðatækni til að koma í veg fyrir slíka þróun. En menn muni samt ekki geta setið á sér – þetta muni gerast leynt og ljóst.

Í morgun birti ég litla grein þar sem fjallað var um róbotavæðingu á vinnumarkaði – hvernig starfsfólk yrði óþarft þegar sjálfvirknin tæki við. Hinn mikla ójöfnuð sem væri að myndast mitt í mikilli tæknibyltingu. Það spunnust líflegar umræður um þetta á netinu. Meðal þeirra sem tóku til máls var Arnþór Jónsson, tónlistarmaður og formaður SÁÁ.

Arnþór birti stuttan kafla úr nýrri bók ísraelska sagnfræðingsins Yuval Noah Harari sem nefnist 21 Lessons for the 21st Century, þýddan á íslensku. Harari fjallar þar um ójöfnuð og hvernig hann geti þróast út í að ofurríkt fólk geti notað auð sinn til að „kaupa lífið sjálft“ – breyta sér í ofurmenni.

„Á síðustu áratugum hefur okkur verið sagt að mannkynið sé á leið til meira jafnréttis en dæmi eru um áður og hnattræn sameining og tækniframfarir muni flýta för. Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir því að 21. öldin gæti orðið sú ójafnasta í sögu mannkynsins.

Þótt hnattræn hugsun og samtenging upplýsingakerfa og samfélaga brúi bilið á milli þjóða er gjáin milli stétta að stækka. Mannkynið nær hnattrænni samtengingu á sama tíma og sjálf tegundin gæti verið að skiptast í mismunandi líffræðilegar stéttir.

Framfarir í líftæknifræði gera hinum ofurríku kleift að umbreyta efnislegum auði sínum í líffræðilega mismunun. Hingað til hafa hinir ofurríku aðeins getað keypt sér táknmyndir um auð sinn en fljótlega verður hægt að kaupa lífið sjálft. Ef nýjar meðferðir til að lengja lífshlaupið og til að uppfæra líkamlega og vitsmunalega færni verða ofurdýrar þá mun mannkynið sem tegund skiptast í mismunandi líffræðilegar stéttir.

Fyrir árið 2100 mun ríkasta eina prósentið ekki aðeins eiga allt sem hægt er að eiga af efnislegum gæðum, heldur einnig alla fegurðina, sköpunarkraftinn og heilsuna. Lífverkfræði sameinuð gervigreind gæti leitt til aðskilnaðar mannkynsins í fámenna stétt ofurmenna og miljarða af undirstétt gagnslausra Homo sapiens. Allur fjöldinn hefur þá misst efnahagslegt og pólitískt gildi sitt og ríkið misst hvata til að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu, menntun og velferð fjöldans. Það er mjög hættulegt að verða óþarfur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“
Eyjan
Í gær

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Í gær

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“