fbpx
Mánudagur 15.júlí 2019  |
Eyjan

Formaður borgarráðs segir meirihlutann leggja áherslu á vandaða fjármálastjórn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 06:27

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein í Fréttablaðinu í dag segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og formaður borgarráðs að meirihlutinn leggi áherslu á vandaða fjármálastjórn, vandaðar áætlanir og breytta stjórnsýslu og því sé ljóst að gagnrýni á þessu sviði sé einfaldlega bara skot í myrkri.

Í upphafi greinarinnar segir Þórdís að ráðstöfun almannafjár sé eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnmálamanna og að tekist sé á um þessa skiptingu á hinu pólitíska sviði.

„Öll ættum við þó að geta verið sammála um að fjármunum almennings skuli ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni. Til þess er okkur stjórnmálafólkinu treyst og ábyrgð okkar er því sannarlega mikil.“

Segir Þórdís og víkur síðan að samstarfssáttmála meirihlutans.

„Í samstarfssáttmála meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er skýrt kveðið á um ábyrgan og sjálfbæran rekstur borgarinnar. Skuldir skulu greiddar niður og tryggja svigrúm til fjárfestinga. Það er okkur mikið kappsmál að tryggja fyrirmyndar fjármálastjórn og teljum við það sjást skýrt nú þegar unnið er að áætlanagerð til næstu fimm ára. Sú vinna byggir á vandaðri sviðsmyndagreiningu sem unnin er af borgarstjórn í heild, þvert á flokka, auk lykilstarfsfólks borgarinnar.“

Segir hún og víkur síðan að framtíðinni og þeirri óvissu sem uppi er um efnahagsmál á næstunni.

„Eftir nokkur ár af hagvexti og uppgangi í samfélaginu getur reynst snúið að spá fyrir um þróun næstu ára. Í þeim aðstæðum er sem aldrei fyrr gríðarlega mikilvægt að vera búin undir ólíkar sviðsmyndir sem upp geta komið í íslensku efnahagslífi – og það erum við. Okkur í meirihlutanum er umhugað um góða, ábyrga og gegnsæja stjórnsýslu þar sem aðgengi að upplýsingum er gott og ákvarðanataka byggir á gögnum. Við höfum sett okkur það markmið að endurskoða stjórnsýsluna og gera nauðsynlegar breytingar, með sérstaka áherslu á fjármálastjórn í sinni víðustu mynd, þar með talin innkaup, eftirlit og áhættustýringu.“

Segir Þórdís og bætir við að eftir góða undirbúnignsvinnu verði tillaga um þetta muni kynnt borgarráði í þessari viku. Hún víkur að lokum að gagnrýni sem þarf að vera skynsamleg og málefnaleg því óþarfa úlfúð geri engum gagn.

„Grunnstef pólitískrar umræðu vill því miður oft vera það að ala á vantrausti í garð þeirra sem halda um stjórntaumana. Þó skynsamleg og málefnaleg gagnrýni veiti stjórnvöldum mikilvægt aðhald gerir óþarfa úlfúð engum gagn, allra síst almenningi. Á meðan meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórn, vandaðar áætlanir og breytta stjórnsýslu er ljóst að gagnrýni á því sviði er einfaldlega skot í myrkri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Örnefnanefnd glímir við Google maps – Enskar þýðingar eins og „Diamond beach“ geti stefnt lífi fólks í hættu

Örnefnanefnd glímir við Google maps – Enskar þýðingar eins og „Diamond beach“ geti stefnt lífi fólks í hættu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fasteignagjöld allt að tvöfaldast frá 2013

Fasteignagjöld allt að tvöfaldast frá 2013
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bréf Icelandair hrynja í verði vegna aukinnar samkeppni

Bréf Icelandair hrynja í verði vegna aukinnar samkeppni