fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Útlendingum bannað að kaupa fasteignir – Fasteignaverð orðið svo hátt

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 22. október 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa bannað útlendingum að kaupa fasteignir í landinu. Lög þess efnis hafa þegar tekið gildi. Markmiðið með þessu er að stemma stigu við hækkandi fasteignaverði í landinu og vonast til þess að fasteignakaup verði auðveldari fyrir almenning í landinu.

Sitt sýnist hverjum um þetta breytingu og vilja sumir meina að fasteignaverð muni hreint ekkert lækka. Þegar vanti svo margar íbúðir að það er sem dropi í hafið að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa eignir í landinu.

Húsnæðismál voru áberandi í kosningabaráttunni í fyrrahaust og sagði Jacinda Ardern, núverandi forsætisráðherra, að rekja mætti hækkandi fasteignaverð til aukinnar ásóknar útlendinga eftir fasteignum í landinu. Jacinda, sem er formaður Verkamannaflokksins, gerði það eitt af kosningaloforðum flokks síns að breyta þessu.

Fasteignaverð á Nýja-Sjálandi hefur hækkað um 60 prósent síðastliðinn áratug og í Auckland hefur verð tæplega tvöfaldast. Þessar hækkanir hafa gert það að verkum að ungt fólk á í stökustu vandræðum með að kaupa sína fyrstu eign.

Þeir sem gagnrýnt hafa nýju lögin hafa bent á að það að banna útlendingum að kaupa fasteignir muni eitt og sér ekki duga. Þegar skorti um hundrað þúsund heimili. Samkvæmt lögunum er öllum nema heimaönnum, Áströlum og ríkisborgurum Singapúr bannað að kaupa fasteignir í landinu.

Talið er að erlendir ríkisborgarar eigi um þrjú prósent fasteigna í landinu en inni í þeim tölum er eru ekki fasteignir í eigum sjóða eða fyrirtækja. Útlendingar hafa vissulega sóst eftir því að setjast að í landinu í auknum mæli og er það ekki síst fyrir traust efnahagsástand og ósnortna náttúru sem landið þykir eftirsóknarvert.

Meðal þeirra sem hafa keypt fasteignir og lóðir í landinu að undanförnu má nefna leikstjórann James Cameron og milljarðamæringinn Peter Thiel. Þá hafa efnaðir Kínverjar sóst í fasteignir í landinu á undanförnum misserum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins