fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Nató fundar um gereyðingarvopn í Reykjavík – á sama tíma og Trump vill rifta afvopnunarsamningi

Egill Helgason
Mánudaginn 22. október 2018 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nató, Bandaríkin og vestrænt varnarsamstarf eru mjög áberandi á Íslandi þessa dagana. Nú um helgina hefur varla verið þverfótað fyrir bandarískum sjóliðum í Reykjavík. Þeir eru af stórum herskipum sem liggja inni í Sundahöfn – fjöldi fólks hefur lagt leið sína þangað til að skoða skipin.

Og hér  hafa verið  heræfingar sem sagt hefur verið frá í fréttum.

Seinna í vikunni verður svo  haldin ráðstefna á vegum Nató hér í Reykjavík. Það er dálítið kaldhæðnislegt að umfjöllun ráðstefnunnar eru gereyðingarvopn. Í fréttum í sumar kom fram að Katrín Jakobsdóttir hefði í tengslum við hana boðið til Íslands fulltrúm Ican, en það eru alþjóðasamtök um eyðingu kjarnorkuvopna.

En nú, fáum dögum fyrir upphaf ráðstefnunnar, berast þær fréttir frá Bandaríkjunum að Trump forseti ætli að rifta samkomulagi um útrýmingu meðaldrægra kjarnorkuvopna sem byggir á því sem Reagan og Gorbatsjov ræddu á fundinum í Reykjavík 1986.

Það verður semsagt nóg að ræða umræddum Nató-fundi hér í bænum. Og reyndar spurning hvort svona samkomu sé ekki algjörlega hleypt upp með slíkum fyrirætlunum um að magna upp vígbúnaðarkapphlaup. Það er yfirlýst markmið Nató að hindra útbreiðslu gereyðingarvopna.

Um afstöðu Vinstri grænna, sem veita ríkisstjórn Íslands forystu, þarf varla að spyrja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn