fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þjóðarsálin hefur tekið yfir og enginn skellir á – nei, kynjastríðið er ýkjur

Egill Helgason
Laugardaginn 20. október 2018 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af því að lesa samskiptamiðla mætti ætla að meiriháttar kynjastríð væri í gangi, stanslaus hjaðningavíg. Kannski hafa einhverjir meira að segja hag af því að stilla því þannig upp. En svo staldrar maður við – þetta er einmitt afar gott dæmi um óheilbrigt samband samskiptamiðlanna og fjölmiðlanna, hvernig þeir fóðra hvor aðra – það eru hóparnir sem aðhyllast mestu öfgarnar sem fá athygli, yfirgnæfa meginþorra fólks sem er í raun ekki partur af þessu.

Því miður er þetta orðið mynstur í stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu í heiminum. Donald Trump varð forseti vegna þess að fjölmiðlarnir gátu ekki fengið nóg af þvælunni í honum. Meira að segja CNN – sem Trump þykist hata – tók þátt, það birti mörgum sinnum fleiri fréttir um Trump  en aðra frambjóðendur. En öfgarnar og vitleysan, fríksýningarnar, framkalla fleiri smelli á netinu en það sem er skynsamlegt , yfirvegað og brýnt.

Undanfarna daga höfum við horft upp á umræðu um jafnréttismál þar sem netverjar elta þá sem iðka mestu öfgarnar eins og síld í torfu og fjölmiðlar koma í humátt á eftir.

Eðlilegustu viðbrögðin væru náttúrlega að láta þetta eins og vind um eyru þjóta. Hugsa um eitthvað sem skiptir máli.

Hvað ónáðar það mann þótt í einhverjum kima internetsins séu nokkrar konur sem viðhafa slæmt orðbragð um einhverja karlmenn? Eða að gamall karl sé þeirrar skoðunar að konur eyðileggi vinnustaði – vegna þess, skilst manni, að þegar konur eru nálægt geta karlar ekki verið „þeir sjálfir“. Hvað sem það nú þýðir?

Hér er önnur grein þar sem brýst fram þessi furðulega hugmynd – að karlar „fái ekki að vera karlmenn“. Jú, það er greinilega einhverjum sem líður svona – hvers konar samskiptum kynjanna er sá hópur karla vanur? Hvers sakna þeir?

Einu sinni var þáttur í útvarpinu sem hét Þjóðarsálin. Þar var fólk geymt sem lét svona. Það fékk að þrasa við Stefán Jón Hafstein, hann skellti á það ef það gekk of langt. En nú er eins og Þjóðarsálin hafi endanlega tekið yfir samfélagsumræðuna og enginn til að skella á. Fólk er líkt og í krampaflogum yfir því að einhvers staðar úti í bæ sé fólk sem er á annarri skoðun en það, talar og hegðar sér öðruvísi en það vill.

Hugsið ykkur hvernig heimurinn var fyrir fáum áratugum. Þá gat maður setið heima hjá sér, dægrin löng, algjörlega óvitandi um að ókunnugt fólk væri að misbjóða manni með vondum skoðunum, óþolandi hegðun eða óvönduðu orðfæri. Maður tók bara ekki eftir því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG