fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Þversagnirnar á Arctic Circle – ekki bara vatn í plastflöskum

Egill Helgason
Föstudaginn 19. október 2018 19:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, furðar sig á því að þátttakendur ráðstefnunnar Arctic Circle skuli þamba vatn úr plastflöskum – í landi þar sem kranavatnið er öldungis prýðilegt og hæglega hægt að setja fram vatnskönnur hvarvetna á ráðstefnusvæðinu.

En þetta kemur ekkert sérlega á óvart. Ráðstefna af þessu taginu er að mörgu leyti dæmigerð fyrir það viðhorf að ætla öðrum að gera eitthvað í loftslagsmálum en vilja helst gera sem minnst sjálfur.

Jafnvel þótt þátttakendur, að minnsta kosti sumir þeirra, stilli sér upp sem leiðarljós í umhverfismálum. Stór hluti þeirra, og þá ekki síst þeir sem koma úr hópi stjórnmálafólks, eru á stöðugri ferð fram og aftur um heiminn með flugvélum – milli funda og ráðstefna. Og þær fjalla gjarnan um loftslagsvána.

Þetta er fólk sem fer í flokkinn sem kallast þotulið.

Arctic Circle er reyndar dálítið sérstakt að því leytinu að þar má hitta fjöld af ágætum fræðimönnum sem kynna rannsóknir sínar. En staðan verður dálítið skrítnari þegar skoðuð er stjórn félagsskaparins. Þar rekur maður augun í að olíuhagsmunir eru mjög fyrirferðarmiklir. Þrír af sjö stjórnarmönnum eru úr heimi olíunnar.

Þar er fyrst að nefna Sultan Ahmed al Jaber sem er forstjóri ADNOC í Sameinuðu arabísku furstadæmunum – það er sjöunda stærsta olíufélag heims. Þá er það Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Repúblíkana frá Alaska. Hún er mikill talsmaður þess að borað sé eftir olíu á Norðurslóðum, bæði á landi og í hafi, og setti sig á móti banni við að bora eftir olíu á náttúruverndarsvæðum í Alaska.

Sá þriðji er Artur Chilingarov. Hann kallar sig landkönnuð og er í miklu uppáhaldi hjá Pútín. Hann er frægastur fyrir að hafa plantað rússneskum fána á hafsbotninn á Norðurpólnum – til að sýna hverjir eigi að ráða þar. Markmiðið var ekki síst að Rússar helguðu sér olíulindir sem eru á pólsvæðinu.

Ráðstefnur eins og Arctic Circle eru að mörgu leyti ágætar fyrir sinn hatt. Auðvitað er gott að fólk tali saman í friði og spekt. En þversagnirnar eru stórar – eins og sjá má hér. Og kannski er lausnin á loftslagsvandanum ekki ýkja nærri ef þeir sem hafa völd og ríkidæmi ganga ekki á undan með góðu fordæmi, heldur láta sér einungis nægja að lesa yfir hausamótum hinna.

Hér eru myndir af stjórnarmönnunum þremur sem nefndir eru í greininni. Takið eftir því að á myndunum eru þau öll að heimta meiri olíu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2