fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Helga Vala búin að fá nóg: „Ég er sannfærð um að íslenskur almenningur á betra skilið“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 19. október 2018 09:29

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslenska krónan hefur fallið um 13 prósent frá því ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum. Þrátt fyrir það eru íslensk stjórnvöld þögul sem gröfin og engin viðbrögð sýnileg til bjargar íslenskum almenningi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í grein sinni í Morgunblaðinu í dag.

Þar gerir hún íslensku krónuna að umtalsefni en eins og kunnugt er hefur gjaldmiðillinn fallið mikið undanfarnar vikur. Er nú svo komið að dollarinn kostar rúmar 117 krónur og evran rúmar 134 krónur.

Helga Vala bendir á að almenningur borgi fyrir sveiflurnar. „Lán hækka en fyrir var vitað að íslenskar fjölskyldur greiða hlutfallslega mun meira af launum sínum fyrir húsnæði en þekkist í nágrannaríkjum. Þá eru vextir og verðtrygging samofin þessum sveiflum íslensku krónunnar og ekki í neinu samhengi við það sem þar þekkist. Öll innkaup verða dýrari og síðast en ekki síst munu íslensk fyrirtæki, önnur en þau sem eru í útflutningi, nú eiga erfiðara með rekstur sinn.“

Helga Vala vísar svo í mat Seðlabankans þess efnis að íslenska krónan kosti heimilin í landinu upp undir 29 milljarða króna á ári.

„Íslenska krónan, sem er minnsti gjaldmiðill í heimi, hefur sveiflast eins og pendúll alla tíð með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir íslenskar fjölskyldur og fyrirtæki. Það að halda úti svona lítilli mynt hefur þannig mikil og víðtæk áhrif því kaupmáttur minnkar og samkeppnisstaða fyrirtækja versnar með svo sveiflukenndum gjaldmiðli eins og okkar. Þannig getur eigin gjaldmiðill í raun komið í veg fyrir viðskipti við fyrirtæki í öðrum löndum sem reyna, eins og allir, að gera áætlanir fram í tímann.“

Helga Vala segir að með viðskiptum sínum við íslensk fyrirtæki séu fyrirtæki erlendis að taka áhættu, því erfitt sé að stóla á krónuna.

„Þegar gengi krónunnar er hátt heyrist ramakvein í útflutningsfyrirtækjum eins og sjávarútvegsfyrirtækjum og ferðaþjónustuaðilum. Þegar gengið er lágt kvarta aðrir innflytjendur og almenningur,“ segir Helga Vala sem bætir við að jafnvægi sé lausnin.

„Til að hægt sé að gera áætlun, vita hvort vinnumarkaður hafi ráð á að hækka laun og hversu mikils þurfi að krefjast þarf nauðsynlega að vita hvernig gjaldmiðlinum okkar, íslensku krónunni, kemur til með að vegna í náinni framtíð. Eins og sagði í upphafi hefur íslenska krónan tekið þetta miklum breytingum frá byrjun desember 2017 og þannig ljóst að áætlanir sem gerðar voru á þeim tíma eru fjarri raunveruleikanum í dag.“

Helga segir að því miður virðist svo vera að þeir sem tala fyrir sjálfstæðu krónunnar geri slíkt með tilfinningarökum frekar en skynsemi.

„Færeyingar hafa sína eigin krónu en hún er tengd hinni dönsku sem svo tengist evru. Þannig geta þessar þjóðir, sem og aðrar Evrópuþjóðir sem ekki hafa tekið upp evru, rekið sín samfélög í jafnvægi. Hér greiða íslensk heimili hins vegar hundruð þúsunda króna á ári í aukakostnað, eingöngu vegna hins íslenska og ótengda örmiðils. Ég er sannfærð um að íslenskur almenningur á betra skilið og myndi kjósa að nýta fjármuni sína í eitthvað annað en kostnað við krónuna. Það þurfa stjórnvöld að hugleiða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“
Eyjan
Í gær

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Í gær

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“