fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Fukuyama: Við þurfum meiri sósíalisma

Egill Helgason
Föstudaginn 19. október 2018 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálaheimspekingurinn Francis Fukuyama telur að mestu mistök síðustu áratuga séu Íraksstríðið, afregluvæðing fjármálakerfisins og hin óburðuga upptaka evrunnar.

Fukuyama er í viðtali við tímaritið New Statesman. Hann er náttúrlega frægastur fyrir frasann sem var titillinn á þekktustu bók hans: The End of History and the Last Man. Þar var niðurstaða Fukuyama sú að hið frjálsa markaðshagkerfi myndi sigra alla aðra hugmyndafræði. Hann segir reyndar sjálfur að niðurstöður sínar hafi verið einfaldaðar – þetta var skrifað á tíma hruns kommúnismans. Marxistar trúðu því að sigur hugmyndafræði sinnar væri óhjákvæmilegur – það væru beinlínis vísindi. Fukuyama var að setja fram svar við þessu.

En atriðin þrjú sem hann nefnir byggðu öll á pólitískri stefnumörkun sem átti upptök sín innan elítu – en reyndist hafa slæmar afleiðingar, ekki síst fyrir almenning, venjulegt fólk.

Í viðtalinu segir Fukuyama að þörf sé á meiri sósíalisma, ekki í eignarhaldi á fyrirtækjum, heldur í því að dreifa auðnum og vinna gegn hinum mikla ójöfnuði sem hefur myndast. „Hið langa skeið, sem hófst með Reagan og Thatcher, þar sem átrúnaður á óhefta markaði náði allsherjar útbreiðslu, hefur haft skelfilegar afleiðingar að mörgu leyti.“

Hann nefnir það hvernig verkalýðsfélög hafa verið að veikjast, hvernig risið hefur upp stétt ólígarka sem hefur gríðarleg pólitísk áhrif. Fjármálakreppan 2008 sýni okkur nauðsyn þess að herða allt regluverk – því fjármálavaldið geri allt sem það getur til að láta alla aðra borga brúsann en sjálft sig.

Þessi viðhorf séu orðin inngróin í evrusvæðið, segir Fukuyama. Niðurskurðarstefnan sem Þýskaland þvingaði upp á Suður-Evrópu hefur reynst hörmulega.

Fukuyama ræðir líka um Kína. Hann segir að þar hafi í raun orðið til eini alvöru valkosturinn við frjálst markaðshagkerfi – Kínverjar byggja á því sem kalla má ríkiskapítalisma. Sjálfir segja þeir að það bjóði upp á meiri stöðugleika og hagvöxt til lengri tíma. „Ef Kína verður ríkara en Bandaríkin og ríkið hangir ennþá saman eftir 30 ár, þá skal ég taka mark á röksemdum þeirra,“ segir Fukuyama. En hinn raunverulegi prófsteinn sé ef komi upp alvöru efnahagskreppa í Kína.

Fukuyama segist óttast styrjöld milli Kína og Bandaríkjanna. Slíkt stríð geti brotist út með ýmsum hætti, en það séu margar hættur fólgnar í því þegar rísandi stórveldi býður gamagrónu stórveldi byrginn. Þess má geta að forsíðugrein The Economist í þessari viku fjallar um versnandi sambúð Kína og Bandaríkjanna.

Fukuyama hvetur til rósemdar þegar hann er spurður um framrás stjórnmálaafla sem hafa horn í síðu hins frjálslynda lýðræðis. Það sé ekki ástæða til ofsafenginna viðbragða – þetta sé heldur ekki endir sögunnar. En aðspurður um Brexit segir hann að almennt sé það vond hugmynd að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur í þingræðisríkjum. „Það eru góðar ástæður fyrir fulltrúalýðræðinu, ef Cameron hefði haldið sig við það, þá væri þetta ekki vandamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“
Eyjan
Í gær

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Í gær

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“