fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

„Nú ætlar þessir snillingar að kenna íslensku verkafólki um að krónan sé í frjálsu falli“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 18. október 2018 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er ekki sáttur við ummæli Ásgeirs Jónssonar, forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands, um að snörp lækkun krónunnar megi rekja til ótta á að komandi kjarasamningar fari úr böndunum. Sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið að svo „sverar“ kröfugerðir frá verkalýðsfélögum hafi ekki sést lengi: „Sagan kennir okkur að í hvert sinn sem laun eru snarhækkuð um tugi prósenta fellur gengið og verðbólgan fer úr böndunum. Eldri kynslóðir í verkalýðshreyfingunni voru farnar að átta sig á þessu samhengi en nú virðist vera komin fram ný kynslóð verkalýðsleiðtoga sem virðist ekki gera sér grein fyrir þessu.“

Vilhjálmur er ekki sáttur við þetta:

Ásgeir Jónsson.

„Jæja nú ætlar þessir snillingar að kenna íslensku verkafólki að krónan sé í frjálsu falli og það áður en viðræður um kjarasamningin hefjast. Rétt að minna alla á að Ásgeir Jónsson var einn af greiningarstjórum föllnu bankanna eða nánar tilgetið hjá Kaupþingi fyrir hrun. Ætlar gamli greinarstjórinn kannski að kenna íslensku verkafólki að hér varð banka hrun?“

Segir Vilhjálmur á Fésbók að Ásgeir sé í hópi „lobbíista efnahagslegu forréttindahópanna“.

„Já gamli greiningarstjóri Kaupþings varar við því að nú sé komin ný forysta í verkalýðshreyfingunni sem vogar sér að krefjast þess að lágmarkslaun hækki úr 300.000 krónum í 425.000 krónur á þremur árum. Mitt mat þetta er hófvær krafa en það heyrðist ekkert í gamla greiningarstjóranum þegar forstjórar og embættismenn ríkisins hækkuðu sín laun frá 400.000 upp í 1,2 milljónir á mánuði í fyrra, en að fara fram á 42.000 króna hækkun á mánuði handa alþýðunni þá á allt að fara til fjandans.“

Vilhjálmur segir tal manna á borð við Ásgeir vera óþolandi:

„Það liggur fyrir að margir eigendur fyrirtækja greiða sér ekki bara ágætt laun heldur taka einnig út tugi ef ekki hundriði milljóna út í arðgreiðslum á hverju ári enda liggur fyrir að fjármagnstekjur þeirra ríku námu yfir 153 milljörðum árið 2017. Ekki orð um það frá þessum lobbíistum elítunnar hvorki um gríðarlegar fjármagnstekjur né gríðarlegar hækkanir efri laga samfélagsins. Þessir þættir virðast aldrei hafa neinar afleiðingar í för með sér, bara launahækkanir verkafólks. Það liggur t.d. fyrir að 20 hæstu einstaklingarnir á Íslandi fengu 21,5 milljarð í fjármagnstekjur á ári 2016 og það þarf 71.666 verkamenn á lágmarkslaunum til að ná þeirri upphæð!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt