fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Lýðræði eða sýndarmennska? (Og smá um borðtennis)

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. október 2018 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er mjög hrifinn af borðtennisborðum – ekki síst ef þau eru úti. Sjálfur á ég feril sem borðtennismaður. Á árum mínum í Hagaskóla gerði ég ekkert annað en að spila borðtennis í kjallara skólans. Vanrækti námið. Æfði borðtennis í KR. Við vorum mjög sigursæll hópur. Líklega hefði ég komist í landslið í borðtennis ef ég hefði ekki hætt.

Hin síðari ár hef ég aðallega stundað borðtennis á erlendri grund, einkum á borðtennisborðum sem eru víða utandyra í borgum eins og til dæmis Berlín. En hér er mynd af mér spilandi borðtennis utandyra, árið er líklega 1974. Þetta er í garðinum á Ásvallagötu 13. Borðið keypti ég það ár, það var annars var það í fullri notkun í herberginu mínu í kjallara hússins – komst varla mikið annað fyrir þar. Eins var í hausnum á mér á þessum árum, þar var ekkert nema borðtennis.

 

 

Nú efnir Reykjavíkurborg til kosningar undir yfirskriftinni Hverfið mitt – og ekki í fyrsta sinn. Meðal þess sem hægt er að kjósa um er útiborðtennisborð eins og sjá má hér efst. Kostnaðurinn er 4 milljónir – ef svo ólíklega vill til að áætlanir standist. Ég skoða bara verkefni í mínu hverfi, þar er líka „menningarminnjaskilti“ við Farsóttarhúsið fyrir 3 milljónir og „I love Reykjavík“ skilti fyrir 8 milljónir.

Um þetta og fleira geta íbúarnir kosið – og svo eru líka kosningar í öðrum hverfum um svipuð smáverkefni. Sum eru bara skrítin, jafnvel hreinræktuð della eins og „skjár úr vatni og hologram á Tjörninni“, sum eru skemmtileg, önnur virka gagnleg og jafnvel bráðnauðsynleg.

Þetta er jú einhvers konar lýðræði að leyfa fólki að kjósa um svona smáhluti. Maður getur samt ekki alveg varist þeirri tilhugsun að þetta sé mestanpart gervilýðræði – sýndarmennska  eins og furðulega margt í borgarstjórninni um þessar mundir.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins