fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Margrét segir borgina alltaf hafa vitað af framúrkeyrslunni: „Ég er bara alein úti á ísnum“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 17. október 2018 10:50

Margrét Leifsdóttir arkitekt. Samsett mynd/DV/Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Reykjavíkurborg á þetta verkefni, Reykjavíkurborg setur þetta verkefni af stað og Reykjavíkurborg ber ábyrgð á þessu. Það er óvenjulegt að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar sé í framkvæmdum af þessu tagi, venjulega eru svona framkvæmdir inni á skrifstofu framkvæmda og viðhalds,“ sagði Margrét Leifsdóttir, verkefnastjóri braggaverkefnisins og arkitekt hjá Arkibúllunni, um braggaverkefnið í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Líkt og komið hefur fram fór verkefnið langt fram úr áætlun, samkvæmt upprunalegu kostnaðarmati átti það að kosta 158 milljónir en hefur nú kostað Reykjavíkurborg meira en 400 milljónir. DV er með alla reikningana sem varða verkefnið á Nauthólsvegi 100 undir höndum er að birta fréttir upp úr þeim. Nafn Margrétar er að finna á flestum reikningunum, þar á meðal reikningum frá Arkibúllunni þar sem borgin greiðir fyrir rúmlega 1.300 klukkutíma af hönnun og meira en 600 klukkutíma af eftirliti.

Sjá einnig: 171 vinnudagur bara í hönnun

Sjá einnig: Margrét eyddi 600 tímum í eftirlit með bragganum

Margrét segir Reykjavíkurborg hafi haft samband við Arkibúlluna að fyrra bragði árið 2015 og beðið um að taka verkefnið að sér, Arkibúllan hafi ekki beðið um verkefnið og það hafi ekki farið í útboð. Segir Margrét að fulltrúi borgarinnar hafi beðið hana um að sjá um verkefnastjórnun og kvitta upp á reikninga iðnaðarmanna. Fullyrðir Margrét að allar vinnustundir hafi sannarlega verið fullunnar. „Það er ótrúlega dýrt að gera upp gamalt, og það er ótrúlega mikil vinna falin í því að vinna svona verkefni þar sem verið er að gera upp minjar.“

Vikulegir fundir

DV er með braggabókhaldið og er að birta úr því fréttir. Nafn Margrétar Leifsdóttur má finna á flestum reikninganna.

Hún segir að Reykjavíkurborg hafi alltaf vitað af því að verkefnið myndi kosta mun meira en upphaflega stóð til, var hún í samskiptum við Ólaf I. Halldórsson, verkefnastjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Margrét segist ekki geta vitað hvað stjórnmálamenn vissu og hvenær: „Við vorum með vikulega verkfundi alltaf, með verkefnastjórum þar sem var uppfært reglulega hver kostnaðurinn væri. Það var verkfræðingur sem hélt utan um kostnaðinn þannig að það var öllum alltaf ljóst hver kostnaðurinn var hverju sinni.“

Sjá einnig: Ólafur skrifaði nautasnitsel á braggann

„Ég skil vel að fólk velti fyrir sér hvers vegna fór þetta svona framúr, af hverju fór þetta ekki í útboð og hvort það sé rétt forgangsröðun hjá borginni að gera upp minjar fyrir Háskólann í Reykjavík, ég skil það vel,“ segir Margrét, hún telur hins vegar gagnrýnina á sig og Arkibúlluna ómaklega þar sem hún beri ekki ábyrgð á öðru en hönnuninni.

Mikilvægar minjar

Varðandi ábyrgðina segir Margrét hana alfarið á herðum Reykjavíkurborgar. „Ég get ekki sagt annað en að Reykjavíkurborg beri ábyrgð á þessu máli og ég sakna þess að enginn hjá Reykjavíkurborg sem hefur með þetta verkefni að gera, hafi staðið upp fyrir því og gert grein fyrir því hversu mikilvægt þetta er að gera upp þessar minjar og hversu mikilvægt það er menningarsögulega að eiga þær,“ segir Margrét.

Aðspurð hvort henni finnist hún vera skilin eftir á berangri sagði hún: „Ég er bara alein úti á ísnum. Ég er ekki pólitíkus. Ég hef enga almannatengla í vinnu hjá mér.“ Saknar hún þess að einhver hjá Reykjavíkurborg standi upp með þessu verkefni.

Var hún þá spurð hvort pólitíkin væri á harðahlaupum undan málinu: „Já, ég get ekki sagt annað en að mér finnist það. Ég geri mér grein fyrir því að fólk er í erfiðri stöðu og harkan er alveg rosaleg. Það er bara hjólað í fólk linnulaust og mjög óvægið, en ég sakna þess að fólk stígi fram og standi með framkvæmdinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“
Eyjan
Í gær

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Í gær

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“