fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Höfundur Bob Moran-bókanna hundrað ára

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. október 2018 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjar æsilegustu barnabækur sem voru í boði þegar ég var strákur var bókaflokkurinn um Bob Moran. Bækurnar komu út á Íslandi milli 1960 og 1975, þær urðu alls tuttugu og sjö talsins.

Bækurnar sögðu frá ævintýrum hetjunnar Bobs Moran, hinum skoska félaga hans Bill Ballantine og baráttu þeirra við óvættina Gula skuggann.

Bækurnar eru franskar að uppruna, höfundurinn, Henri Vernes var reyndar upphaflega frá Belgíu. Hann hét í rauninni Charles-Henri-Jean Dewisme, notaði ýmis dulnefni þegar hann skrifaði bækur sínar sem eru býsna margar talsins. Vernes fæddist í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, 16. október 1918 – og hann er enn á lífi, átti hundrað ára afmæli í gær.

Á frönsku kallaðist söguhetjan Bob Morane. Hann hafði verið orrustuflugmaður í stríðinu og var með ör á andliti eftir bardaga í loftinu. Hann talaði mörg tungumál og svo var hann meistari í austurlenskum bardagaíþróttum – það var í Bob Moran-bókunum að maður heyrði fyrst minnst á karate og slíkt.

Bill Ballantine var skoskur, tröll að vexti, tveir metrar, gríðarlega sterkur, rauðbirkinn og þótti sopinn góður. Nafn hans er líka komið frá frægri skoskri viskítegund. En Bill var mjög hreinlyndur og tryggur Bob.

Skúrkurinn, Guli skugginn, heitir Ming í rauninni. Hann er mjög dularfullur, ofurglæpamaður, gáfaður og miskunnarlaus,  og útsendarar hans eru á hverju strái. Maður gleymir seint hvaða ógn staðfaði af Gula skugganum og illþýði hans – bækurnar um Bob Moran voru villtari og háskalegri en flestar barnabækurnar sem voru gefnar út á þeim árum.

Í seinni tíð hafa menn þóst sjá að margt í bókunum getur talist vera rasismi. Jú, manni fannst þetta alveg ævintýralegt í eina tíð, þessi blanda af ævintýrum, glæpum, hetjum og óþokkum, með smá vísindaskáldskap í bland, þetta var dálítið í ætt við það sem á ensku heitir pulp. Bækurnar voru rifnar út af bókasöfnunum, það var mjög erfitt að ná að lesa þær allar  – en það er eins og með margt gott sem maður upplifði einu sinni, maður ætti kannski að láta vera að tékka á því aftur.

Kápumyndirnar á Bob Moran-bókunum þóttu margar mjög flottar. Það hafa líka verið gerðar teiknimyndabækur eftir sögunum og svo kvikmynd – en hún mun vera týnd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins