fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ekkert sem mælir gegn styttingu vinnuvikunnar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. október 2018 15:00

Arnar Þór Jóhannesson, sérfræðingur hjá RHA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan starfsmanna, gerir starf á vinnustöðum markvissara og dregur úr veikindum. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Önnu Soffíu Víkingsdóttur og Arnars Þór Jóhannessonar hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Arnar Þór, sérfræðingur hjá RHA, fjallaði um niðurstöður rannsóknarinnar á 45. þingi BSRB í morgun en um er að ræða tilraunaverkefna Reykjavíkurborgar og ríkisins um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar, sem unnin hafa verið í samstarfi við BSRB.

Í skýrslunni kemur fram að bæði karlar og konur tali um að stytting vinnuvikunnar hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf og minnkað það álag sem er á heimilinu. Karlarnir töldu sig taka meiri þátt og axla meiri ábyrgð á heimilisstörfum en hún var svipuð hjá konum. Vistunartími barna styttist og gæðastundir með fjölskyldu jukust. Þá er sérstaklega minnst á að samskipti við bæði vinnufélaga og fjölskyldu eru betri og létt hefur á heimilunum eftir að vinnuvikan var stytt.

Einnig kemur fram að þátttakendur í tilraunaverkefnunum upplifðu almennt bætta líkamlega og andlega heilsu og meiri orku, sem nýtist bæði í vinnu og utan hennar. Þá eykst starfsánægja.

Arnar sagði fólk nota þann tíma sem það fær með styttingu vinnuvikunnar á mismunandi hátt en flestir þátttakendur telji að miklu muni um styttinguna. Margir nefndu að þeir hefðu meiri tíma fyrir börnin, tómstundir, félagslíf, halda tengslum við foreldra og ættingja, sjálfsrækt og þrif. Athylgi vekur að ekkert í skýrslunni virðist benda til þess að stytting vinnuvikunnar hafi einhverja ókosti. Hér má lesa skýrsluna í heild sinni: Stytting vinnuviku_BSRB_Rvk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna