fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. október 2018 13:13

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum segir að Reykjavíkurborg og Félagsbústaðir hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns Alþingis frá því 2016, stjórnin fagnar þó því að til standi að endurskoða reksturinn og framkomu gagnvart leigjendum. Segir stjórnin í yfirlýsingu að leigjendur sé ljóst að róttækra breytinga sé þörf til að byggja upp traust milli leigjenda og borgarinnar. Stjórn félagsbústaða er nú að leggja drög að þjónustukönnun til að meta hversu víðtæk óánægjan er.

Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan:

Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum fagnar því ef stjórn Félagsbústaða ætlar að nýta þau tímamót sem félagið er á til að endurskoða rekstur félagsins og framkomu þess gagnvart leigjendum. Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum bendir þó á að í athugun Umboðsmanns Alþingis frá miðju ári 2016 hafi komið fram alvarlegar athugasemdir, sem Reykjavíkurborg og Félagsbústaðir hafi ekki enn sinnt, tveimur og hálfu ári síðar. Umboðsmaður benti á að með stofnun Félagsbústaða hafi réttarvernd leigjenda félagsleg húsnæðis hjá Reykjavíkurborg veikst til muna og staða þeirra á annan hátt versnað. Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum mun því ekki sætta sig við loforð um bót og betrun nú, heldur krefjast þess að fyrirkomulag útleigu á félagslegu húsnæði í Reykjavík verði endurskoðað; starfsaðferðum breytt, viðmót lagað og að leigjendur hjá Félagsbústöðum og samtök þeirra verði höfð með í ráðum við þá endurskoðun.

Félögum í Félagi leigjenda hjá Félagsbústöðum er ljóst að róttækra aðgerða er þörf til að byggja upp traust milli leigjenda félagslegt húsnæðis í Reykjavík og borgarinnar og stofnana hennar. Léleg fjármálastjórn Félagsbústaða er aðeins eitt merkið um vondan rekstur. Önnur merki eru samskiptavandi milli leigjenda og skrifstofu félagsins, slæmt viðmót starfsfólks og mikill dráttur á að öllum erindum, stórum sem smáum, sé sinnt. Það er mat stjórnar Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum að vonda fjármálastjórn, jafnt sem lélega þjónustu við leigjendur og slæmt viðmót, megi rekja til þess að Félagsbústaðir voru ekki stofnaðir til að halda utan um góða félagslega þjónustu heldur til að verða eins og hvert annað leigufyriræki á markaði, samskonar fyrirtæki og þeir leigjendur sem sækja um félagslegt húsnæði á vegum borgarinnar eru að flýja.

Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum hvetur því Reykjavíkurborg og stjórn Félagsbústaða til að taka þau tímamót alvarlega sem Félagsbústaðir eru á. Félag leigjenda hjá Félagsbústöðum krefst þess að leigjendur félagslegs húsnæðis á vegum Reykjavíkur komi að endurskoðun kerfisins og að leigjendur verði í framtíðinni hluti af stjórnum þeirra félaga sem leigi út félagslegt húsnæði Reykjavíkurborgar. Aðeins með þeim hætti verður tryggt að Félagsbústaðir haldi tryggð við erindis sitt, sem er fyrst og fremst að tryggja sem flestum borgarbúa öruggt og ódýrt húsnæði og góðan valkost við hinn grimma óbeislaða húsnæðismarkað. Það er hlutverk Félagsbústaða að vera skjól fyrir þau sem ekki geta leigt á hinum svokallaða almenna markaði. Það er alls ekki hlutverk Félagsbústaða að apa eftir viðmót og herma eftir starfsaðferðum þeirra leigufélaga sem drottna yfir hinum grimma markaði. Félagsbústaðir þurfa því að finna aftur erindis sitt. Besta leiðin til þess er að leigjendur sjálfir marki stefnuna og móti starfið.

f.h. stjórnar Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum

Pálína Sjöfn Þórarinsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“