fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Vilja lengja tímaramma þungunarrofs úr 16 í 22 vikur

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. október 2018 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í drögum heilbrigðisráðherra til nýs frumvarps um þungunarrof er lagt til að tímaramminn sem framkvæma má þungunarrof verði lengdur úr 16 vikum í 18, gegn vissum skilyrðum, til dæmis að eftir 18 vikur megi aðeins framkvæma þungunarrof ef lífi móður er stefn í hættu, eða ef fóstrið teljist ekki „lífvænlegt“ til frambúðar.

Sjá nánarLeggur til að ákvörðunarréttur kvenna til þungunarrofs færist fram til 18. viku meðgöngu

Hinsvegar lagði starfshópur fagfólks til, sem drögin voru unnin upp úr, að tímaramminn yrði lengdur í 22 vikur. Fréttablaðið greinir frá því í dag að af þeim 30 umsögnum sem komnar eru um frumvarpið, snúi flestar að því, að með nýjum lögum sé réttur kvenna skertur frá því sem nú er.

Ljósmæðrafélag Íslands og Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, ásamt öðrum læknum, setja út á drögin, þar sem alvarlegir fæðingargallar greinist ekki fyrr en eftir 20 vikur í sónar. Því sé ákvörðunarréttur móður skertur, þar sem krafa sé gerð um að fóstrið sé ólífvænlegt. Hinsvegar sjáist sjaldnast hvort fóstur sé lífvænlegt þó merki um alvarlega fötlun sjáist. Þá séu einstaklingar og fjölskyldur misvel í stakk búnar til að eignast barn með slíka fötlun og frumvarpsdrögin komi í veg fyrir að það fólk geti tekið ákvörðun um slíkt. Mælast þessir aðilar því til að tímaramminn verði lengdur í 22. vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“
Eyjan
Í gær

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Í gær

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“