fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Krefst afsagnar stjórnarformanns Félagsbústaða: „Ég tel að Haraldur hljóti að vera aðalábyrgðarmaður í þessu“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. október 2018 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, kunngerði Haraldi Flosa Tryggvasyni, stjórnarformanni Félagsbústaða, þá skoðun sína að hún teldi hann bera mestu ábyrgðina á framúrkeyrslunni sem varð við endurgerð 53 íbúða við Írabakka, á fundi sem Haraldur sat með fulltrúum minnihlutans í dag. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða sagði af sér um helgina vegna málsins, en Kolbrún telur það ekki nóg:

„Ég tel  að Haraldur hljóti að vera aðalábyrgðar maður í þessu og sé ekki að fyrirtækið geti öðlast traust nema meiri endurnýjun eigi sér stað, það er að segja með stjórnarformanninum. Hugsanlega mætti skoða fleiri þætti sem breyta þurfi einnig. Ég tilkynnti honum mína afstöðu en hún er sú að hann eigi að segja af sér,“

sagði Kolbrún við Eyjuna. Enginn annar borgarfulltrúi fór fram á afsögn Haraldar.

Líkt og Eyjan greindi frá í morgun fór framkvæmd Félagsbústaða við endurgerðina á íbúðunum 330 milljónir fram úr kostnaðaráætlun, eða sem nemur 83 prósentum.

Sjá nánarFélagsbústaðir fóru 330 milljónir framúr áætlunum við endurbætur – Framkvæmdastjórinn sagði af sér

 

Ekki öll kurl komin til grafar

Kolbrún lagði fram tillögur í borgarstjórn um úttekt á viðhaldsþörf og könnun á þjónustu og viðmóti Félagsbústaða. Tillögunum var vísað til Félagsbústaða sem bíða þar afgreiðslu.

Kolbrún er vongóð um að þær verði teknar upp þar, ekki síst eftir að Laufey Ólafsdóttir, fulltrúi Sósíalista og leigjandi hjá Félagsbústöðum var kosin í stjórn Félagsbústaða.

„Það er margt sem enn má laga hjá Félagsbústöðum og ekki eru öll kurl komin til grafar ennþá. Það er enn heilmargt sem er óljóst í þessu. Og síðast í morgun bárust nýjar kvartanir sem þarf að skoða nánar, án þess að ég geti tjáð mig um það á þessu stigi,“

sagði Kolbrún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn