fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Illugi fengið 23 milljónir síðan hann hætti á þingi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. október 2018 13:38

Illugi Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Gunnarsson, fyrrum mennta- og menningarmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, er sagður hafa þegið um 23 milljónir króna síðan hann lauk þingmennsku í fyrra. Stundin greinir frá. Greiðslurnar hefur Illugi fengið fyrir störf sem hann hefur verið skipaður í af ráðherrum, auk biðlauna.

Illugi hlaut 8,3 milljónir fyrir nefndarsetu um endurskoðun ramma peningastefnu. Þá fékk hann um 3,5 milljónir fyrir stjórnarformennsku í Byggðastofnun frá apríl 2017 til júníloka 2018.

Sem þingmaður og ráðherra átti Illugi rétt á biðlaunum til sex mánaða, tæplega 11 milljónir króna. Samkvæmt Stundinni staðfesti fjármálaskrifstofa Alþingis að Illugi hefði fengið biðlaunin greidd að fullu, þó svo hann hafi fengið greiðslur frá Byggðastofnun á sama tímabili.

Á vef Alþingis segir um biðlaun:

„Alþingismaður, sem hefur setið á Alþingi eitt kjörtímabil eða lengur, á rétt á biðlaunum er hann hættir þingmennsku. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi, sem frá 30. október 2016 eru 1.101.194 kr. á mánuði, og greiðast þau í þrjá mánuði en í sex mánuði eftir þingsetu í tvö kjörtímabil eða lengur. Taki þingmaður, sem fær biðlaun, við starfi meðan þeirra nýtur falla þau niður ef launin er starfinu fylgja eru jafnhá en ella skerðast biðlaunin sem laununum nemur.“

Þá hefur Stundin eftir Eggerti Jónssyni, forstöðumanns fjármálaskrifstofu Alþingis, að fari þingmenn í vinnu hjá hinu opinbera á biðlaunatímabilinu, sjái Fjársýsla ríkisins um að draga af biðlaunum sem nemur öðrum opinberum launagreiðslum:

„Að öðru er treyst á að þingmenn láti vita ef um önnur launuð störf er að ræða á biðlaunatímabilinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins