fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. október 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, og aðaleiganda Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims, skrifar um veiðigjöldin í Morgunblaðið í dag. Hann hrekur þann „misskilning“ að veiðigjöld séu lögð á útgerðarfyrirtæki; þau séu í raun lögð á fisktegundir, síðan fái útgerðarfyrirtækin reikning frá Fiskistofu sem byggður sé á veiði hvers skips fyrir hvern mánuð. Gjaldið sé mishátt eftir fiskitegundum og gjaldið sé ákveðið eftir afar flókinni formúlu.

Skaðar hagsmuni þjóðarinnar

Guðmundur hefur áhyggjur af þessari aðferð:

„Það sem und­ir­ritaður hef­ur áhyggj­ur af og hef­ur reynd­ar reynt að benda á margoft á síðastliðnum árum er að þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt. Þegar grannt er skoðað þá er gríðarleg­ur mun­ur á veiðigjaldi á milli fisk­teg­unda. Gjald­skrá­in er birt op­in­ber­lega og er hægt að sjá hana á heimasíðu Fiski­stofu. Á​stæða þess að það er svona mik­ill mun­ur á veiðigjaldi á hverja fisk­teg­und er hvernig stjórn­völd ákváðu reikni­grunn sem notaður er til viðmiðunar til að finna út veiðigjald á hverja fisk­teg­und. Þessi reikni­grunn­ur minn­ir mig svo­lítið á þegar Bakka­bræður reyndu að bera birtu inn í hús sitt í fötu,“

segir Guðmundur og gagnrýnir aðferðafræðina:

„Þessi reikni­grunn­ur bygg­ist í ein­földu máli á því að reikna af­komu fiski­skips af veiðum á hverri fisk­teg­und í hverri veiðiferð. Við ákvörðun á verðmæti hverr­ar fisk­teg­und­ar er miðað við afla­verðmæti hverr­ar fisk­teg­und­ar yfir bryggjukant­inn þegar afla er landað í fiski­höfn. Ekk­ert til­lit er tekið til hvort þetta er afurð eða hvort þetta er hrá­efni til frek­ari vinnslu í fisk­vinnslu í landi.“

Ósanngjarnt gjald

Guðmundur segir þetta leiða til ósanngjarns gjalds milli tegunda:

„Ef fisk­teg­und er unn­in um borð í fiski­skipi er henni landað sem end­an­legri afurð og það verður til um borð í fiski­skip­inu verðmæta­aukn­ing við að fram­leiða afurð úr hrá­efni fisks­ins. Reikni­grunn­ur stjórn­valda tek­ur ekki til­lit til þess að þarna er um verðmæta­aukn­ingu að ræða sem verður til úti á sjó. Ef fisk­teg­und er landað sem óunnið hrá­efni í höfn og unn­in í fisk­vinnslu í landi þar sem verðmæta­aukn­ing verður til þá kem­ur sú verðmæta­aukn­ing ekki inn í reikni­grunn stjórn­valda þegar fundið er út veiðigjald á hverja fisk­teg­und. Það leiðir til þess að fisk­teg­und­ir sem eru unn­ar eru úti á sjó fá hærri veiðigjöld en fisk­teg­und­ir sem eru unn­ar í landi.“

Bakkabræðraleiðin

Guðmundur segir að í opinberri umræðu sé alltaf talað um hvað sjávarútvegurinn skapi mikla verðmætaaukningu með veiðum og vinnslu á fiskistofnum okkar:

„En svo er gjald­inu skipt niður eft­ir Bakka­bræðraleiðinni. Af­leiðing­in er að það er verið að selja úr landi okk­ar stærstu og bestu fiski­skip sem hafa verið að vinna fisk­teg­und­ir úti á sjó og skila oft hæstu verði á ákveðnum fisk­teg­und­um á kröfu­hæstu mörkuðum um all­an heim. Þessi fiski­skip hafa verið mönnuð af mjög reynd­um sjó­mönn­um og þess­ir sjó­menn hafa verið mjög tekju­há­ir og þar af leiðandi háir skatt­greiðend­ur í sín­um sam­fé­lög­um. Einnig hafa þessi fiski­skip og sjó­menn sótt afla á fjar­lægð mið sem okk­ar minni fiski­skip hafa ekki getað sótt. Þessi ákveðni skipa­flokk­ur hef­ur skilað þjóðarbú­inu mikl­um verðmæt­um á síðustu ára­tug­um og það er mik­il þekk­ing til í þess­um skipa­flokki sem mjög óskyn­sam­legt er að leggja af vegna skamm­sýni stjórn­valda í dag.“

Þá segir Guðmundur þörf á lagabreytingum:

„Þessi aðferðafræði sem nú er í gildi við að skipta heild­ar­veiðigjöld­um niður á fisk­teg­und­ir mun að mínu mati skaða ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg og þjóðina í heild á næstu árum og ára­tug­um verði ekk­ert gert. Það er mik­il­vægt núna að í meðferð Alþing­is á nýj­um lög­um um veiðigjöld verði hugsað út í þessa aðferðafræði sem ég tel að sé röng og muni skerða lífs­kjör Íslend­inga þegar fram í sæk­ir verði ekki breyt­ing á.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins