fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Ef Saudar kaupa Manchester United…

Egill Helgason
Mánudaginn 15. október 2018 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er sagt að konungsættin í Saudi-Arabíu vilji kaupa Manchester United fótboltafélagið, með Mouhammed bin Salman í fararbroddi. Þetta eru sérlega skemmtilegir eigendur, stjórna ríki þar sem ættin og klíkan í kringum hana baða sig í peningum, lifa í ótrúlegum vellystingum, en halda uppi skefjalausri kúgun og ógnarstjórn þar sem farið er með konur eins og búpening. Reyndar kemur þetta á frekar vondum tíma, þegar heimsbyggðin undrast hvarf blaðamannsins Jamals Kashoggi sem líklega var myrtur af útsendurum Sauda í Istanbúl.

Núverandi eigendur Manchester United, Glazer-fjölskyldan, er óneitanlega nokkuð mikið skárri. En samt segir sagan að ein af ástæðunum fyrir því að liðinu gengur svo illa sé sú að Glazer-bræðurnir eru búnir að mjólka svo mikið fé út úr félaginu og kunni sér ekkert hóf í græðginni. Að því leyti þykja þeir ekki góðir eigendur fótboltaliðs. Mórallinn í kringum þá er lélegur.

Glazerarnir neita þessu, en fréttir herma að hlutabréf í Manchester United hafi rokið upp vegna fréttanna af áhuga Sauda.

Peningar verða ábyggilega ekki af skornum skammti ef Saudar kaupa Manchester United, ekki fremur en hjá hinu félaginu í borginni, Manchester City. Það er í eigu Mansours sheiks sem kemur frá Abu Dhabi og er varaforsætisráðherrra Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Mansour mætir í jakkafötum á leiki Manchester City, en heima er hann í hefðbundum þjóðbúningi og á fleiri en eina konu. Mansour hefur notað Manchester City til að bæta ímynd sína, og vissulega hefur honum líka tekist að reisa félagið við. Það vann ensku deildina með yfirburðum í fyrra – og er langlíklegast til að vinna aftur núna. En samt – það er ekki sérlega auðvelt að halda með félagi sem í raun er fyrirtæki í eigu olíufursta.

Chelsea er í eigu Rússans Romans Abramovits. Sá er einn af ólígörkunum sem hafa náð að sía burt þjóðarauð Rússa. Hann kemur líka úr olíunni. En raunar er Abramovits svo illa þokkaður núorðið að hann fær ekki dvalarleyfi í Bretlandi né í Sviss þar sem hann sótti líka um, en hann er hins vegar velkominn í Ísrael. Má jafnvel segja að eignarhald hans á Chelsea hái félaginu á tíma þegar samskipti Rússa og Breta eru í miklu frosti.

Liverpool og Arsenal eru í eigu bandarískra kaupsýslumanna. Liverpool tilheyrir félagi í Boston sem líka á hafnaboltaliðið Red Sox en Arsenal er hluti af veldi Stans Kroenke sem einnig á Los Angeles Rams, lið í bandaríska fótboltanum, og körfuboltaliðið Denver Nuggets. Tottenham er í eigu breska auðkýfingsins Joe Lewis – vegna skattamála kýs hann að búa á Bahamaeyjum.

Sumpart er náttúrlega óskiljanlegt að fólk skuli halda með íþróttafélögum sem eru í raun ekkert annað en hákapítalísk fyrirtæki – og sérstaklega ef eigendurnir eru ógeðfelldir. Samt er fátt sem veldur meira hugaræsingi hjá fólki en úrslit í enska boltanum. En hver vill halda með Manchester United ef það verður í eigu hinna illa þokkuðu harðstjóra frá Saudi-Arabíu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn