fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Landsnet leggur nýjan rafstreng til Vestfjarða en ætlar ekki að nota hann

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. október 2018 06:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tengslum við gerð Dýrafjarðarganga á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar ætlar Landsnet að leggja jarðstreng í gegnum göngin til að auka afhendingaröryggi rafmagns á Vestfjörðum en Vestfirðingar búa við ótryggt ástand hvað varðar afhendingu raforku, það ótryggasta á landinu. Það stingur marga í augun að þrátt fyrir að jarðstrengurinn verði tilbúinn til notkunar 2020 verður hann ekki tekinn í notkun fyrr en um miðjan næsta áratug.

Gísli Eiríksson, verkfræðingur, vakti máls á þessu í grein í Bæjarins Besta í vikunni. Vestfirðingar eru ósáttir við þetta og hefur Fréttablaðið eftir Hafdísi Gunnarsdóttur, formanni Fjórðungssambands Vestfirðingar, að það sé með ólíkindum að strengurinn verði ekki tekinn í notkun um leið og hann er tilbúinn til notkunar.

„Á meðan þurfum við að búa við ótryggt ástand þegar kemur að afhendingaröryggi raforku. Við erum undrandi á þessum áformum og skorum á Landsnet að breyta afstöðu sinni.“

Hefur blaðið eftir Hafdísi.

Dýrafjarðargöng koma í staðinn fyrir núverandi veg yfir Hrafnseyrarheiði og rjúfa þar með vetrareinangrun Arnarfjarðar að norðanverðu. Núverandi rafmagnslína, Breiðadalslína 1 sem liggur um Flatafjall, verður leyst af með nýja jarðstrengnum.

Eins og fyrr sagði ætlar Landsnet ekki að byrja að nota jarðstrenginn fyrr en afskriftatími Breiðadalslínu 1 endar 2025.  Hún var lögð 1975 en afskriftatími loftlína er 50 ár segir Landsnet sem segir að jarðstrengurinn verði aðeins lagður núna af því að verið er að gera göngin, ef sú framkvæmd væri ekki í gangi hefði jarðstrengurinn ekki verið á áætlun Landsnets.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn