fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. október 2018 11:30

Hluti af stráunum dýru við braggann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 18. ágúst á síðasta ári var óskað eftir áliti borgarlögmanns á hvort samningar um framkvæmdina við braggann margumrædda í Nauthólsvík væru samkvæmt þáverandi regluverki um opinber innkaup. Þetta álit hefur ekki enn borist en borgarlögmaður stefnir á að leggja það fram á fundi innkauparáðs borgarinnar þann 18. október næstkomandi, 14 mánuðum eftir að beðið var um það.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að rúmt ár sé síðan innkauparáð borgarinnar hafi óskað eftir sundurliðun á reikningum vegna einstakra innkaupa í tengslum við braggaframkvæmdina. Á fundi ráðsins í júní á síðasta ári var lagt fram yfirlit yfir einstök innkaup yfir einni milljón króna. Í framhaldi af þessu óskaði ráðið eftir frekari sundurliðun og upplýsingum um hvort samningar hefðu verið gerðir að undangengnu formlegu ferli á grundvelli innkaupareglna.

Kostnaður vegna framkvæmdanna var kominn í tugi milljóna króna strax á fyrstu mánuðum síðasta árs. Síðan þá hefur kostnaðurinn farið úr nokkrum tugum milljóna í rúmlega 400 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn